Samfélag á krossgötum
Við stöndum á krossgötum. Nú þarf að hefja uppbyggingu í kjölfar tímabils sem hefur einkennst af viðbragði við óvæntum áskorunum eins og Covid, eldgosum og í kjölfarið verðbólgu og háum vöxtum. Hefja þarf uppbyggingu félagslegra innviða og tryggja velferð og öryggi fyrir öll. Valkostirnir sem stjórnmálaflokkarnir hafa teiknað upp skiptast í megindráttum í tvennt; enn frekari einstaklingshyggja eða aukin samstaða og félagshyggja. Það verður því meira að komast að í umræðunni en verðbólga og vextir enda kosið til fjögurra ára.
21. nóv 2024