Fréttasafn

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Hittumst á rauðum sokkum 1. maí

Hittumst á rauðum sokkum 1. maí

Í Reykjavík mun tilvísun í 1. maí 1970 setja sterkan svip á gönguna. Sá dagur markaði upphaf Rauðsokkahreyfingarinnar þegar konur á rauðum sokkum mættu í kröfugöngu verkalýðsins með risastóra Venusarstyttu og lögðu fram kröfur sínar um kvenfrelsi.
Lesa meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB og Steinunn Bragadóttir, hagfræðingur hjá ASÍ

Konur og menntun

Menntun hefur svo sannarlega skilað auknu jafnrétti, en hún dugir ekki ein og sér til að uppræta kynbundinn launamun eins og vonir stóðu til á síðari hluta 20. aldar. Endurmat á virði kvennastarfa er því mikilvægt skref í átt að auknu launajafnrétti, óháð menntunarstigi.
Lesa meira
BSRB kallar eftir meiri metnaði í opinberum rekstri

BSRB kallar eftir meiri metnaði í opinberum rekstri

Í umsögn BSRB um fjármálaáætlun 2026-2030 er fjármálastefnu ríkissjórnarinnar mótmælt. Til stendur, án rökstuðnings, að draga úr umfangi hins opinbera í hagkerfinu á sama tíma og þarfir almennings eru að aukast og verða flóknari. Horfast þarf í augu við þá staðreynd að skattar hafa verið lækkaðir á undangengnum kjörtímabilum án þess að aflað hafi verið tekna á móti og hefur ríkissjóður því verið rekinn með halla um árabil. BSRB hvetur ríkisstjórnina til að afla frekari tekna til að tryggja að ríkið geti sinnt meginverkefnum sínum sem eru að halda uppi öflugu velferðarkerfi þar sem öll búa við örugga framfærslu, framúrskarandi heilbrigðis- og félagsþjónustu, menntun, jafnrétti og öryggi óháð búsetu og efnahag ásamt innviðafjárfestingu.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?