Trúnaðarmenn eru fulltrúar stéttarfélaga á vinnustað, þeir eru kjörnir af starfsmönnum og skipaðir af stéttarfélaginu. Í V. kafla laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 er ítarlega fjallað um trúnaðarmenn á vinnustöðum. Þar segir að á hverri vinnustöð þar sem a.m.k. fimm menn vinna er sé starfsmönnum heimilt að kjósa úr sínum hópi einn trúnaðarmann. Á vinnustöð þar sem fimmtíu menn eða fleiri vinna má kjósa tvo trúnaðarmenn.
Heimilt er að kjósa trúnaðarmenn fyrir félagssvæði eða hluta þess vegna starfsmanna á vinnustöðvum sem ekki uppfylla skilyrði um lágmarksfjölda, en þó geta einstök félög samið um aðra skipan á vali trúnaðarmanna.