Þegar opinber starfsmaður verður fyrir langvarandi óvinnufærni vegna veikinda eða slysa getur komið til umræðu að veita honum lausn frá störfum, með vísan til greinar í kjarasamningi þar um. Um embættismenn gilda sambærilegar reglur, sbr. 30. gr. starfsmannalaga. Þegar starfsmanni er veitt lausn á grundvelli ákvæðisins heldur hann föstum launum sínum í þrjá mánuði eftir að hann honum er veitt lausn frá störfum eða embætti. Það sama gildir um greiðslu til maka látins starfsmanns eða embættismanns.
Lausn frá störfum vegna heilsubrests getur orðið við þrenns konar aðstæður og verður hér fjallað nánar um þær hér að neðan.