Umsögn BSRB um frumvarp til laga um sýslumann, 186. mál

Með umsagnarbeiðni dags. 25. mars sl. var óskað eftir umsögn BSRB um ofangreint mál.

BSRB hefur ekki efnislegar athugasemdir um efni frumvarpsins en vill fagna því að samkvæmt frumvarpinu flytjist núverandi starfsfólk sýslumannsembætta til hins nýja embættis. Á undanförnum árum hafa átt sér stað sameiningar stofnana og tilfærslur innan hins opinberra þar sem ekki hefur verið gætt að starfsöryggi starfsfólks og þeim jafnvel gert að sækja um starf hjá hinni nýju stofnun.

Það er því fagnaðarefni að hér sé gætt að þessu og fólki tryggt áfram starf þó vissulega geti það haft í för með sér einhverjar breytingar á starfi viðkomandi, en við þær aðstæður er mikilvægt að gæta meðalhófs og fylgja bæði ákvæðum laga og kjarasamninga.

 

Fyrir hönd BSRB

Hrannar Már Gunnarsson
lögfræðingur

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?