
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum
Í þættinum var farið yfir ákvæði laga og kjarasamninga um heimild atvinnurekanda til uppsagnar opinberra starfsmanna. Ákvæðin voru sögð óljós og fullyrt að veita þurfi starfsmanni formlega áminningu og tækifæri til að bæta ráð sitt áður en til uppsagnar geti komið vegna eineltis-, áreitni eða ofbeldismála. Þetta er ekki rétt. Í kjarasamningum starfsfólks sveitarfélaga eru ákvæði um heimild sveitarfélaga til fyrirvaralausrar uppsagnar og þeim hefur verið beitt af minna tilefni en því sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks. Ákvæðin í kjarasamningum starfsfólks sveitarfélaga eru almennt nánast eins.
21. feb 2025
Kynferðisleg áreitni á vinnustöðum, Kveikur