Í samráðsgátt stjórnvalda hafa verið birt áform um breytingu á lögum um almennar íbúðir nr. 52/2016 með það að markmiði að húsnæðisstuðningskerfið stuðli enn frekar að auknu framboði íbúða með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði og vistvænni mannvirkjagerð, m.a. með lækkun fjármögnunarkostnaðar stofnframlagshafa.
Þessi áform falla vel að áherslum BSRB í húsnæðismálum og er bandalagið jákvætt gagnvart þeim. Það er mikilvægt að tekjulægri einstaklingar hafi forgang í almenna íbúðakerfinu og að kerfið nái að vaxa samhliða aukinni þörf fyrir húsnæði á viðráðanlegu verði.
BSRB fagnar framangreindum áformum stjórnvalda mun styðja við efni frumvarps þess efnis þegar það kemur frá ráðuneytinu og verður lagt fram á Alþingi.
Fyrir hönd BSRB
Hrannar Már Gunnarsson
lögfræðingur