Lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002 eiga að vernda réttarstöðu og atvinnuöryggi starfsmanna þegar aðilaskipti verða að fyrirtækjum sem þeir starfa hjá, hvort sem aðilaskiptin ná til allrar starfsemi fyrirtækisins eða hluta. Aðilaskipti geta orðið vegna yfirtöku á fyrirtækinu, kaupa eða leigu á fyrirtæki eða hlutum þess og einnig ef opinber vinnustaður færist yfir til einkarekins fyrirtækis á grundvelli sérstaks samnings þar um. Sem dæmi um slíka yfirfærslu má nefna þegar sveitarfélög gera samning við einkarekin fyrirtæki um rekstur leikskólans undir þeirra nafni, en tekið skal fram að þetta á ekki við um endurskipulagningu stjórnsýslu.