Samstaðan hjá samtökum launafólks var styrkur okkar í þessum viðræðum og sameiginleg undirbúningsvinna okkar í samstarfi við stjórnvöld tryggði það að við náðum fram nánast öllum okkar kröfum.
BSRB óskar félagsfólki og landsmönnum gleðilegrar hátíðar og notalegra samvista með fjölskyldu og vinum. Við þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Það er forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks í eiginhagsmunaskyni. Slíkt hefur ekki bara neikvæð áhrif á réttindi launafólks heldur rýrir einnig stöðu atvinnurekenda sem vilja standa heiðarlega að rekstri fyrirtækja sinna.
Valkostirnir sem stjórnmálaflokkarnir hafa teiknað upp skiptast í megindráttum í tvennt, valið stendur á milli enn frekari einstaklingshyggju eða aukinnar samstöðu og félagshyggju.
Landsfundurinn skorar á stjórnvöld að leggja aukna áherslu á félagslegan stöðugleika, forgangsraða í þágu uppbyggingar í velferðarkerfinu og hafna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu.