Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Félagsdómur staðfesti í gær þá túlkun sem BSRB og önnur heildarsamtök á vinnumarkaði hafa haldið fra…

Nýr dómur Félagsdóms um rétt til launa í veikindum

Í gær staðfesti Félagsdómur þá túlkun sem BSRB og önnur heildarsamtök launafólks hafa haldið fram um rétt til launa í veikindum vegna fyrri þjónustualdurs hjá hinu opinbera. Álitamálið varðaði grein 12.2.1 sbr. grein 12.2.5 í kjarasamningi Kjalar stéttarfélags í almannaþjónustu og Sambands íslenskra sveitarfélaga um mat á ávinnslu veikindaréttar þegar viðkomandi hefur skipt um starf.
Lesa meira
Yfirlýsing frá BHM BSRB og KÍ

Yfirlýsing frá BHM BSRB og KÍ

Í ljósi tillagna hagræðingarhóps stjórnvalda er eðlilegt að spurt sé hvort ríkisstjórnin hyggist horfa framan í þennan hóp, sem býr við álag í starfi vegna áratuga langs niðurskurðar, aðhalds, stjórnunarvanda ásamt öllum framangreindum áskorunum – og segja að mikilvægasta verkefnið framundan sé að gera stjórnendum auðveldara að segja þeim upp störfum. Það er ekki bara pólitísk tillaga heldur vanvirðing í garð fólks sem hefur haldið velferðarkerfum samfélagsins gangandi gegnum erfiða tíma, nægir að nefna efnahagshrun, heimsfaraldur og náttúruhamfarir því til staðfestingar.
Lesa meira
BSRB varar við óbreyttri efnahagsstefnu í umsögn í samráðsgátt

BSRB varar við óbreyttri efnahagsstefnu í umsögn í samráðsgátt

BSRB hvetur nýja ríkisstjórn til að setja sér metnaðarfull markmið um framúrskarandi opinbera þjónustu í umsögn í samráðsgátt stjórnvalda. Í umsögninni leggur BSRB áherslu á að hagræðingarkrafa í ríkisrekstri hafi í áratugi leitt til vanfjármögnunar á opinberri þjónustu og félagslegs óstöðugleika. Þess í stað þurfi að fjármagna þjónustuna með markvissri tekjuöflun og hætta viðvarandi niðurskurði sem hefur skaðað gæði þjónustu og starfsaðstæður opinberra starfsmanna.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?