BSRB leggur mikið upp úr því að tryggja öryggi persónuupplýsinga félagsmanna aðildarfélaga sinna og annarra sem tengjast starfseminni. Öll meðferð persónuupplýsinga innan bandalagsins skal vera í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Í því skyni hefur starfsfólk bandalagsins fengið fræðslu um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Stefna BSRB er að unnið sé með eins lítið af persónugreinanlegum upplýsingum og mögulegt er til að geta veitt þá þjónustu sem bandalaginu ber að veita aðildarfélögum sínum og félagsmönnum þeirra.
Meginhlutverk BSRB er að fara með forystu í hagsmuna- og réttindabaráttu starfsmanna í almannaþjónustu hjá ríki, sveitarfélögum og á almennum vinnumarkaði gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum og stuðla að bættu velferðarsamfélagi. Bandalagið fer með samningsrétt í sameiginlegum málum félaganna og þeim sem því er falið hverju sinni.