Starfsævin

 

Yfir starfsævina vakna ótal spurningar og upp koma ýmis álitaefni sem starfsmaður þarf að finna lausn á með sínum atvinnurekanda eða sínu stéttarfélagi. Hér má nálgast ýmsar upplýsingar er varða réttindi og skyldur starfsmanna tengt störfum þeirra.

Einstaka kafla er hægt að velja á valmyndinni til hægri. Að mestu leyti gilda sömu reglur um réttindi og skyldur starfsmanna á öllum vinnumarkaði í umfjölluninni sem fellur undir starfsævina, þ.e. laun, veikindarétt, orlofsrétt, fæðingarorlof, vinnu- og hvíldartíma, vinnuvernd, persónuvernd, réttindi vaktavinnufólks og trúnaðarmenn.

Um er að ræða réttindi og skyldur sem er að mestu leyti kveðið á um í lögum og gilda þau fyrir bæði opinbera og almenna vinnumarkaðinn. Þar til viðbótar eru ákvæði kjarasamninga.

Það sem helst skilur að réttindi milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins í þessum efnisflokkum er lengd veikindaréttar, slysatryggingar launafólks og ávinnsla orlofsréttar í starfi og fæðingarorlofi sem leiðir af mismunandi kjarasamningum. Þá gilda mismunandi lög um trúnaðarmenn en efnislega eru ákvæðin afar sambærileg. Þessi munur milli almenna og opinbera verður sérstaklega skilgreindur í umfjölluninni þegar við á. Sé þess ekki getið sérstaklega tekur umfjöllunin að öðru leyti til allra starfsmanna á vinnumarkaði.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?