Allt starf BSRB grundvallast á stefnu sem mörkuð er á þingum bandalagsins. Stefnan var síðast endurskoðuð og endurnýjuð á 47. þingi bandalagsins í október 2024. BSRB hefur mótað sér stefnu í ýmsum málaflokkum. Lestu um einstaka málaflokka hér að neðan eða smelltu á forsíðuna hér til hliðar til að nálgast stefnuna í heild sinni (kemur fljótlega).
Almannaþjónusta
Til að tryggja jöfnuð verður hið opinbera að fjármagna, skipuleggja og stýra velferðarkerfinu. Lagarammi almannaþjónustunnar verður því að vera nægilega traustur til að veita vernd gegn markaðsvæðingu og stöðva þarf útvistun starfa.
Lestu meira
Atvinnumál
Hátt atvinnustig er ein af undirstoðum velferðarsamfélagsins og því er brýnasta viðfangsefni stjórnvalda hvers tíma að búa svo um að sem flest hafi tök á að stunda atvinnu við hæfi.
Lestu meira
Efnahags- og skattamál
BSRB leggur áherslu á að skattkerfið stuðli að jöfnuði og samfélagssátt. Þau sem betur eru stæð ættu að leggja hlutfallslega meira til en hin sem eru verr stödd með sérstöku skattþrepi á allra hæstu tekjurnar og stóreignaskatti á hreina eign þeirra allra ríkustu.
Lestu meira
Heilbrigðismál
BSRB leggst alfarið gegn markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustu og gjaldtöku sem byggir á hagnaðarsjónarmiðum. Einkarekstur dregur úr skilvirkni kerfisins, yfirsýn og samhæfingu, eykur hættu á oflækningum og torveldar eftirlit með gæðum og umfangi.
Lestu meira
Húsnæðismál
Húsnæðisöryggi, hvort sem um er að ræða búsetu í leiguhúsnæði eða séreign, eru mannréttindi. Hið opinbera á að tryggja öllum húsnæðisöryggi með framboði af húsnæði á viðráðanlegu verði. Sagan sýnir að markaðurinn einn og sér mun ekki leysa vandann.
Lestu meira
Jafnréttismál
Kynskiptur vinnumarkaður er meginástæða launamunar kynjanna á íslenskum vinnumarkaði. Atvinnuþátttaka kvenna er mjög há en um þriðjungur kvenna er í hlutastörfum vegna þess að þær axla meginábyrgð á fjölskyldu- og heimilisstörfum.
Lestu meira
Kjaramál
Ein af meginkröfum BSRB er að fólk geti lifað mannsæmandi lífi á launum sínum.
Lestu meira
Lífeyrismál
BSRB leggur ríka áherslu á að staðinn verði vörður um samtryggingarsjóðina og að breytingar á lífeyrissjóðakerfinu stuðli að styrkingu þeirra.
Lestu meira
Menntamál
Menntun stuðlar að virkari þátttöku í íslensku samfélagi og eykur hæfni fólks á vinnumarkaði. Þá skilar menntun sér í aukinni verðmætasköpun fyrir samfélagið í heild og auknum tekjum fyrir hið opinbera og landsmenn alla.
Lestu meira
Umhverfis- og loftslagsmál
BSRB krefst þess að réttlát umskipti verði höfð að leiðarljósi í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum og þeim breytingum sem óhjákvæmilegar eru.
Lestu meira