Varða - rannsóknastofnun vinnumarkaðarins
BSRB og ASÍ stofnuðu saman Vörðu - rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins í október 2019. Stofnunin hefur það að markmiði að efla rannsóknir á sviði vinnumarkaðar, félags- og efnahagsmála. Norræn heildarsamtök á vinnumarkaði starfrækja mörg hver slíkar stofnanir og er því sérstakt ánægjuefni að íslenska verkalýðshreyfingin stígi nú þetta stóra skref.
Stofnuninni er ætlað að bæta þekkingu á lífsskilyrðum launafólks og brúa bilið milli fræðasamfélagsins og verkalýðshreyfingarinnar og dýpka umræðuna um kaup og kjör. Hún verður þverfagleg og sjálfstæð í sínum störfum. Haldin var samkeppni um nafn á stofnunina og var Varða – rannsóknastofnun vinnumarkaðarins valið besta nafnið í lok desember 2019.
Varða hefur í kjölfarið sinnt ýmsum rannsóknum, sent frá sér skýrslur með niðurstöðum og staðið fyrir opnum fundum til að kynna niðurstöður úr rannsóknum.
SJÁ NÁNAR
|
|
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin