Styrkveitingar eru almennt á forræði hvers aðildarfélags og ekki á forræði BSRB. Sum félögin sjá sjálf um styrkveitingar en þorri aðildarfélaga bandalagins hafa sameinast um að veita styrki í gegnum Styrktarsjóð BSRB.
Þó sjóðurinn tengist BSRB er hann sjálfstæð rekstrareining með sérstakan framkvæmdastjóra, stjórn og starfsfólk. Hægt er að kynna sér starfsemi sjóðsins nánar á vef hans.
|
|
Styrktarsjóður BSRB
Eftirtalin aðildarfélög BSRB eiga aðild að Styrktarsjóði BSRB:
- Félag flugmálastarfsmanna ríkisins
- Félag íslenskra flugumferðastjóra
- Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi
- Félag starfsmanna stjórnarráðsins
- FOSS stéttarfélag í almannaþjónustu
- Kjölur stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu
- Sjúkraliðafélag Íslands
|
- Starfsmannafélag Garðabæjar
- Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
- Starfsmannafélag Húsavíkur
- Starfsmannafélag Kópavogs
- Starfsmannafélag Mosfellsbæjar
- Starfsmannafélag Suðurnesja
- Starfsmannafélag Vestmannaeyja
- Tollvarðafélag Íslands
|
Eftirtalin félög sem ekki eiga aðild að styrktarsjóði BSRB sjá sjálf um styrki fyrir sína félagsmenn. Hægt er að fá nánari upplýsingar á heimasíðum félaganna.