Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Stöðugleikaregla verður ekki innleidd án sjálfbærni ríkisfjármála

Stöðugleikaregla verður ekki innleidd án sjálfbærni ríkisfjármála

BSRB hefur skilað inn umsögn í samráðsgátt um áform fjármála- og efnahagsráðherra um innleiðingu stöðuleikareglu í lög um opinber fjármál. Reglunni er, eins og nafnið gefur til kynna, ætlað að stuðla betur að stöðugleika en BSRB bendir á að til að svo geti orðið þurfi rekstur ríkissjóðs að vera sjálfbær þegar reglan er innleidd.
Lesa meira
Félagsdómur staðfesti í gær þá túlkun sem BSRB og önnur heildarsamtök á vinnumarkaði hafa haldið fra…

Nýr dómur Félagsdóms um rétt til launa í veikindum

Í gær staðfesti Félagsdómur þá túlkun sem BSRB og önnur heildarsamtök launafólks hafa haldið fram um rétt til launa í veikindum vegna fyrri þjónustualdurs hjá hinu opinbera. Álitamálið varðaði grein 12.2.1 sbr. grein 12.2.5 í kjarasamningi Kjalar stéttarfélags í almannaþjónustu og Sambands íslenskra sveitarfélaga um mat á ávinnslu veikindaréttar þegar viðkomandi hefur skipt um starf.
Lesa meira
Yfirlýsing frá BHM BSRB og KÍ

Yfirlýsing frá BHM BSRB og KÍ

Í ljósi tillagna hagræðingarhóps stjórnvalda er eðlilegt að spurt sé hvort ríkisstjórnin hyggist horfa framan í þennan hóp, sem býr við álag í starfi vegna áratuga langs niðurskurðar, aðhalds, stjórnunarvanda ásamt öllum framangreindum áskorunum – og segja að mikilvægasta verkefnið framundan sé að gera stjórnendum auðveldara að segja þeim upp störfum. Það er ekki bara pólitísk tillaga heldur vanvirðing í garð fólks sem hefur haldið velferðarkerfum samfélagsins gangandi gegnum erfiða tíma, nægir að nefna efnahagshrun, heimsfaraldur og náttúruhamfarir því til staðfestingar.
Lesa meira
BSRB varar við óbreyttri efnahagsstefnu í umsögn í samráðsgátt

BSRB varar við óbreyttri efnahagsstefnu í umsögn í samráðsgátt

BSRB hvetur nýja ríkisstjórn til að setja sér metnaðarfull markmið um framúrskarandi opinbera þjónustu í umsögn í samráðsgátt stjórnvalda. Í umsögninni leggur BSRB áherslu á að hagræðingarkrafa í ríkisrekstri hafi í áratugi leitt til vanfjármögnunar á opinberri þjónustu og félagslegs óstöðugleika. Þess í stað þurfi að fjármagna þjónustuna með markvissri tekjuöflun og hætta viðvarandi niðurskurði sem hefur skaðað gæði þjónustu og starfsaðstæður opinberra starfsmanna.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?