Lögreglumenn samþykktu í dag kjarasamning Landssambands lögreglumanna við ríkið með rúmlega 64 prósentum greiddra atkvæða. Mjög góð þátttaka var í kosningunni. Eins og fram kemur á vef Landssambands lögreglumanna voru alls 793 á kjörskrá en af þeim greiddu 707 atkvæði. Þetta nemur 89,2 prósent þátttöku.
Atkvæði fóru þannig að rúmlega 64 prósent samþykktu samninginn en rúmlega 29 prósent greiddu atkvæði gegn honum. 6.65 prósent tóku ekki afstöðu.
BSRB óskar Landssambandi lögreglumanna til hamingju með kjarasamninginn!