Í sameiginlegum viðburði íslenskra stjórnvalda og Kvennaárs 2025 í kvöld, verður fjallað um helstu áfanga í baráttunni fyrir jafnrétti á Íslandi og hvernig samstarf stjórnvalda og kvennahreyfingarinnar hefur reynst öflugt afl til framfara.
Varpað verður ljósi á hvernig samstaða kvenna í gegnum tíðina hefur hraðað vegferðinni að jöfnum réttindum fyrir alla á Íslandi, rætt hvaða áskoranir konur, stúlkur og hinsegin fólk standa frammi fyrir í dag og hvernig hægt er að tryggja áframhaldandi framfarir í átt að jafnrétti fyrir alla.
Viðburðurinn fer fram í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York og er hluti af hliðardagskrá 68. fundar Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW68).
Viðburðurinn fer fram þriðjudag 11. mars, kl. 20:45 á íslenskum tíma.
Beint steymi hér:
Fyrirlesarar:
-
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra
-
Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Tatjana Latinović, skipuleggjendur Kvennaverkfallsins 2023 og Kvennaárs 2025
Viðburðinum verður stýrt af Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis.
BSRB hvetur félagsfólk og aðra áhugasama til að fylgjast með og taka þátt í umræðunni um framtíð jafnréttismála.