Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Ályktun stjórnar BSRB um ríkisfjármál

Ályktun stjórnar BSRB um ríkisfjármál

Stjórn BSRB samþykkti ályktun um ríkisfjármál á fundi sínum á Egilsstöðum í dag. Þar er m.a. brýnt fyrir stjórnvöldum að frekari aðhaldsaðgerðir hjá hinu opinbera muni hafa mjög neikvæðar afleiðingar í för með sér og vinna gegn markmiðum stjórnvalda um að ná fram jöfnuði í ríkisrekstrinum.
Lesa meira
Ályktun stjórnar BSRB

Ályktun stjórnar BSRB

Stjórn BSRB samþykkti á fundi sínum sem nú stendur yfir á Egilsstöðum ályktun varðandi kynbundinn launamun. Ný kjarakönnun bandalagsins hefur sýnt fram á kynbundinn launamun innan BSRB upp á 11,4%.
Lesa meira
Ráðstefna NTR á Íslandi

Ráðstefna NTR á Íslandi

Árleg ráðstefna NTR, Nordisk Tjänstemannsråd, fer að þessu sinni fram í Reykjavík dagana 25. til 28. ágúst á Hilton Reykjavík Nordica. NTR eru samtök bæjarstarfsmanna á Norðurlöndum og tæplega 100 fulltrúar frá Íslandi, Færeyjum Noregi, Svíþjóð og Danmörku munu taka þátt.
Lesa meira

"Bitnar harðast á þeim sem síst skyldi"

Fréttastofa Ríkisútvarpsins vakti í gær athygli á því að vaxtabætur munu eftir áramótin lækka um allt að helming. „Það er auðvitað afleitt að það skuli vera útlit fyrir að það skuli vera afnám á þessu bráðabirgðaákvæði ekki síst vegna þess að það mun bitna á þeim sem síst skyldi það er tekjulágu fólki með háa skuldastöðu,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, þegar fréttastofa Rúv leitaði viðbragða hennar við þessu.
Lesa meira
Forystufræðsla – skráning hafin

Forystufræðsla – skráning hafin

Skráning er hafin á fjölda haustnámskeiða hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt þar sem áhersla er lögð á undirbúning kjarasamninga og betri þjónustu. Þar á meðal er skráning hafin fyrir forystufræðsluna sem er unnin sameiginlega af BSRB og ASÍ.
Lesa meira
Sumarlokun á skrifstofu BSRB

Sumarlokun á skrifstofu BSRB

Skrifstofa BSRB verður lokuð frá 15. júlí og framyfir verslunarmannahelgina. Skrifstofan opnar aftur kl. 9:00 þriðjudaginn 6. ágúst.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?