Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Formaður SFR: Fordómar og þekkingarleysi

Formaður SFR: Fordómar og þekkingarleysi

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um fækkun ríkisstarfsmanna og hagræðingaraðgerðir ríkisstjórnarinnar. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir að svo virðist sem sumum stjórnmálamönnum finnist það í lagi að fjalla um fækkun og uppsagnir ríkisstarfsmanna eins og hvert annað hundsbit. „Það að segja upp fólki og kasta því í atvinnuleysispyttinn er stóralvarlegt mál og á aldrei að fjalla um af léttúð.“
Lesa meira
Lífeyrisgáttin opnuð

Lífeyrisgáttin opnuð

Lífeyrissjóðir landsins hafa opnað aðgang að Lífeyrisgáttinni, nýrri leið sjóðfélaga til að fá á einum stað upplýsingar um áunnin lífeyrisréttindi sín í samtryggingar-sjóðum.
Lesa meira
Ályktun Heilbrigðis- og velferðarnefndar BSRB

Ályktun Heilbrigðis- og velferðarnefndar BSRB

Málþing um mikilvægi heilbrigðisþjónustu og þess mannauðs sem þar starfar fór fram í húsi BSRB í gær. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hélt fyrsta erindi dagsins og svaraði að því loknu fyrirspurnum viðstaddra. Rúnar Vilhjálmsson, Anna Stefánsdóttir fyrrverandi hjúkrunarforstjóri Landspítala, Geir Gunnlaugsson landlæknir og Guðrún Árnadóttir fulltrúi Heilbrigðis- og velferðarnefndar BSRB héldu einnig erindi á fundinum.
Lesa meira
Gögn frá málþingi um heilbrigðismál

Gögn frá málþingi um heilbrigðismál

Málþing um mikilvægi heilbrigðisþjónustunnar og mannauðsins sem þar starfar fór fram í húsi BSRB í gær. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hélt fyrsta erindi dagsins og svaraði að því loknu fyrirspurnum viðstaddra. Rúnar Vilhjálmsson prófessor, Anna Stefánsdóttir fyrrverandi hjúkrunarforstjóri Landspítala, Geir Gunnlaugsson landlæknir og Guðrún Árnadóttir fulltrúi Heilbrigðis- og velferðarnefndar BSRB héldu einnig erindi á fundinum.
Lesa meira
Fyrsti fundur BSRB og SNR

Fyrsti fundur BSRB og SNR

Forsvarsmenn BSRB áttu í dag fyrsta formlega fundinn við Samninganefnd ríkisins vegna gerð nýrra kjarasamninga. Fyrir helgina var viðræðuáætlun milli samningsaðila samþykkt og fór fyrsti fundurinn samkvæmt þeirri áætlun fram í húsnæði Ríkissáttasemjara fyrr í dag.
Lesa meira
Nýskipan í opinberum fjármálum

Nýskipan í opinberum fjármálum

Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands bjóða til morgunverðarfundar þriðjudaginn 29. október 2013 kl. 8-10 á Grand hótel Reykjavík undir yfirskriftinni „Nýskipan í opinberum fjármálum : Heildstæð stefnumótun, aukið samráð og nýjar áherslur við framkvæmd fjárlaga“.
Lesa meira
Ályktun stjórnar BSRB um lífeyrismál

Ályktun stjórnar BSRB um lífeyrismál

Nýverið samþykkti stjórn BSRB ályktun um lífeyrismál. Þar er því mótmælt að ekki sé gert ráð fyrir því á fjárlögum að ríkið greiði inn á skuldbindingar sínar við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
Lesa meira
Ályktun SFR vegna Sjúkratrygginga

Ályktun SFR vegna Sjúkratrygginga

Á fjölmennum fundi starfsfólks Sjúkratrygginga Íslands í gær kom fram mikil óánægja með viðhorf stjórnenda stofnunarinnar til sanngjarnar launaleiðréttingar. Unnið hefur verið að nýjum stofnanasamningi síðan fyrri hluta árs 2013 en ekkert gengið. Alls starfa um 50 félagsmenn SFR hjá Sjúkratryggingum Íslands og voru rúmlega 40 þeirra á fundinum.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?