Fyrsti fundur BSRB og SNR

Forsvarsmenn BSRB áttu í dag fyrsta formlega fundinn við Samninganefnd ríkisins vegna gerð nýrra kjarasamninga. Fyrir helgina var viðræðuáætlun milli samningsaðila samþykkt og fór fyrsti fundurinn samkvæmt þeirri áætlun fram í húsnæði Ríkissáttasemjara fyrr í dag.

Rætt var um þau mál sem BSRB hefur verið falið af aðildarfélögum sínum að fjalla um í tengslum við kjarasamninga við ríkið og má þar nefna málefni vaktavinnufólks, málefni sem verða á sameiginlegum vettvangi heildarsamtaka opinberra starfsmanna (BSRB, KÍ og BHM) og málefni trúnaðarmanna. Þá var fjallað um sameiginlegar niðurstöður aðila vinnumarkaðarins sem birtast í nýrri Vinnumarkaðsskýrslu. Skýrslan inniheldur m.a. mikilvægar upplýsingar um launaþróun síðustu ára og efnahagsumhverfi kjarasamninga. Skýrsluna má nálgast hér.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?