Skýrsla um rekstrarumhverfi leigusala íbúðarhúsnæðis
Vinnuhópur sem Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra fól að skoða rekstrar- og skattaumhverfi félaga og einstaklinga sem leigja út íbúðarhúsnæði hefur skilað ráðherra skýrslu með niðurstöðum sínum og tillögum til úrbóta. Störf hópsins eru hluti vinnu við að útfæra tillögur um opinbera húsnæðisstefnu.
Sagt er frá málinu á vef stjórnarráðsins og þar kemur fram að í apríl 2011 voru kynntar niðurstöður samráðshóps velferðarráðherra um húsnæðisstefnu stjórnvalda sem í meginatriðum felast í upptöku húsnæðisbóta, að hið opinbera stuðli að auknu framboði af leigu- og búseturéttaríbúðum og að öflun og miðlun upplýsinga um húsnæðismál verði efld. BSRB átti fulltrúa í hópnum sem kom sjónarmiðum bandalagsins í húsnæðismálum á framfæri við hópinn.
16. nóv 2012