Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember

"Bitnar harðast á þeim sem síst skyldi"

Fréttastofa Ríkisútvarpsins vakti í gær athygli á því að vaxtabætur munu eftir áramótin lækka um allt að helming. „Það er auðvitað afleitt að það skuli vera útlit fyrir að það skuli vera afnám á þessu bráðabirgðaákvæði ekki síst vegna þess að það mun bitna á þeim sem síst skyldi það er tekjulágu fólki með háa skuldastöðu,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, þegar fréttastofa Rúv leitaði viðbragða hennar við þessu.
Lesa meira
Forystufræðsla – skráning hafin

Forystufræðsla – skráning hafin

Skráning er hafin á fjölda haustnámskeiða hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt þar sem áhersla er lögð á undirbúning kjarasamninga og betri þjónustu. Þar á meðal er skráning hafin fyrir forystufræðsluna sem er unnin sameiginlega af BSRB og ASÍ.
Lesa meira
Sumarlokun á skrifstofu BSRB

Sumarlokun á skrifstofu BSRB

Skrifstofa BSRB verður lokuð frá 15. júlí og framyfir verslunarmannahelgina. Skrifstofan opnar aftur kl. 9:00 þriðjudaginn 6. ágúst.
Lesa meira
Samræming fjölskyldu og atvinnulífs

Samræming fjölskyldu og atvinnulífs

Starfshópur um samræmingu á fjölskyldu og -atvinnulífi, sem lögfræðingur BSRB hefur átt sæti í, hefur nú skilað félags- og húsnæðismálaráðherra tillögum sínum og greinargerð. Velferðarráðherra skipaði hópinn í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu haustið 2012.
Lesa meira
Nýr vefur BSRB

Nýr vefur BSRB

BSRB hefur tekið nýjan vef í notkun. Mest af því efni sem var á gamla vefnum er aðgengilegt á þeim nýja en á næstu vikum mun meira af efni verða sett inn á vefinn og frekari endurbætur gerðar á honum. Ef notendum reynist erfitt að nálgast einhverjar ákveðnar upplýsingar er hægt að hafa samband við skrifstofu BSRB í síma 525 8300 eða á netfangið bsrb@bsrb.is.
Lesa meira
Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar

Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar

Út er kominn staðallinn ÍST 85 Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar. Staðallinn er ætlaður sem grundvöllur fyrir vottunarkerfi að því er varðar launajafnrétti kynja á vinnustöðum. Markmið hans er að auðvelda atvinnurekendum að koma á og viðhalda launajafnrétti kynja á vinnustað sínum. Jafnframt gefst þeim sem uppfylla skilyrði staðalsins möguleiki á að fá vottun þar um.
Lesa meira
Rosa Pavanell nýr formaður PSI

Rosa Pavanell nýr formaður PSI

Rosa Pavanelli, var rétt í þessu kjörinn nýr framkvæmdastjóri Alþjóðasamtaka opinberra starfsmanna (PSI) á þingi samtakanna í S-Afríku. Hlaut hún yfirburðarkosningu og lagði Peter Waldorff, fráfarandi framkvæmdastjóra PSI, með meira en helmings mun.
Lesa meira
Morgunverðarfundur um samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs

Morgunverðarfundur um samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs

Velferðarráðuneytið í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu boðar til morgunverðarfundar um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs á Grand hóteli þriðjudaginn 20. nóvember klukkan 08:00 - 10:30. Á fundinum verður meðal annars leitað svara við eftirfarandi spurningum:
Lesa meira
Formaður BSRB með erindi á ráðstefnu Landssambands eldri borgara

Formaður BSRB með erindi á ráðstefnu Landssambands eldri borgara

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, hélt í dag erindi á kjaramálaráðstefnu á vegum Landssambands eldri borgara í Reykjavík. Þar fjallaði formaður BSRB um samspil tekjutengingar í almannatryggingakerfinu, samspil þess við lífeyrisgreiðslur og kynbundinn launamun. Meðal þess kom fram í máli Elínar Bjargar var að breyta verði lífeyriskerfinu á þann veg að fólk njóti þess þegar á lífeyrisaldur er komið að hafa greitt í lífeyrissjóði á starfsævi sinni í formi hærri ráðstöfunartekna en ella. Þá fjallaði hún um kynbundinn launamun sem mælist 13,1% á landinu öllu samkvæmt kjarakönnun BSRB. Benti Elín Björg m.a. á að ef launamunurinn verði ekki upprættur á vinnumarkaði samtímans muni hann fylgja fólki inn í lífeyriskerfi framtíðarinnar.
Lesa meira
Evrópskur dagur aðgerða og samstöðu í dag

Evrópskur dagur aðgerða og samstöðu í dag

Dagur aðgerða og samstöðu er haldin í Evrópu í dag að frumkvæði ETUC, sambands verkalýðsfélaga í Evrópu. Fyrir vikið eru víða verkföll og mótmælaaðgerðir á vegum hinna ýmsu verkalýðsfélaga í dag. Aðgerðunum er ætlað að verkja athygli á því mikla og vaxandi atvinnuleysi sem nú er í Evrópu og mótmæla þeim miklum niðurskurðar og aðhaldsaðgerðum sem margar ríkisstjórnir Evrópuríkja hafa staðið fyrir. Búist er við að samgöngur truflist víða en um 40 verkalýðssamtök í meira en 20 Evrópuríkjum ætla að leggja niður störf í dag. Aðgerðirnar munu eflaust hafa talsverð áhrif á Spáni, Ítalíu, í Grikklandi og Portúgal þar sem vinnustöðvanir hafa verið boðaðar en boðað hefur verið til mótmæla og samstöðufunda í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?