Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Ályktun stjórnar BSRB

Ályktun stjórnar BSRB

„Tekjuskattslækkun á 2. skattþrepi mun aðeins koma þeim tekjuhærri til góða og í reynd hækka hlutfallslega skattbyrði þeirra sem lægst hafa launin,“ er meðal þess sem segir í ályktun stjórnar BSRB sem samþykkt var á fundi stjórnar BSRB á föstudag. Á stjórnarfundinum var m.a. fjallað um stöðu mála í komandi kjarasamningsviðræðum, stöðuna í viðræðum um lífeyrismál og fjallað var um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar.
Lesa meira
Ný skýrsla: Í aðdraganda kjarasamninga

Ný skýrsla: Í aðdraganda kjarasamninga

Ný skýrsla sem ber heitið „Í aðdraganda kjarasamninga: Efnahagsumhverfi og launaþróun“ var kynnt á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag. Markmið skýrslunnar er að rekja kjaraþróun síðustu ára og birta helstu tölur um efnahagsumhverfið saman á einum stað.
Lesa meira
Fyrsta fundi BSRB og SNR lokið

Fyrsta fundi BSRB og SNR lokið

Forsvarmenn BSRB áttu fyrr í dag fyrsta fund sinn með samninganefnd ríkisins (SNR) vegna komandi kjarasamningsviðræðna. Farið var yfir drög að viðræðuáætlun samningsaðila auk þess sem BSRB fór yfir þau verkefni sem bandalaginu hafa verið falin af aðildarfélögum sínum í tengslum við gerð kjarasamninga. Þar á meðal eru málefni vaktavinnufólks, málefni trúnaðar­manna og önnur sameiginlega mál aðildarfélaganna.
Lesa meira
Ályktun SFR um kjaramál

Ályktun SFR um kjaramál

Trúnaðarmannaráð SFR ályktaði um kjaramál á fundi sínum í síðustu viku. Ráðið gerir þá kröfu á stjórnvöld að næstu kjarasamningar feli í sér verulega kaupmáttaraukningu enda hafa launafólk lagt mikið á sig á síðast liðnum árum til þess að tryggja stöðugleika.
Lesa meira
Ályktun SLFÍ

Ályktun SLFÍ

Fjölmennur fundur Trúnaðarmannaráðs Sjúkraliðafélags Íslands ályktaði á fundi sínum í síðustu viku. Þar kom m.a. fram mikil gagnrýni á ítrekaðan niðurskurð til heilbrigðismála, gríðarlegt álag á sjúkraliðastéttina og gistináttagjaldi á sjúklinga. Einnig er gagnrýnt að enn skuli vera jafn mikill óútskýrður launamunur á Íslandi og raun ber vitni. Ályktunina má sjá í heild sinni hér að neðan:
Lesa meira
SFR ályktar

SFR ályktar

Fjölmennur fundur trúnaðarmanna hjá SFR var haldinn í gær. Þar kynnti Tómas Bjarnason frá Capacent m.a. niðurstöður launakönnunar, Kristinn Bjarnason hagfræðingur BSRB rakti innihald fjárlagafrumvarpsins og Árni Stefán Jónsson fór yfir stöðu mála í undirbúningi kjarasamningsviðræðnanna.
Lesa meira
Framkvæmdastjóri NFS í heimsókn

Framkvæmdastjóri NFS í heimsókn

Christina J. Colclough framkvæmdastjóri NFS, sem eru heildarsamtök launafólks á Norðurlöndum, er í heimsókn hér á landi og átti fund með formanni og starfsfólki BSRB fyrr í dag. Þar fræddist Christina um stefnu BSRB, íslenska efnahagskerfið og komandi kjarasamninga svo eitthvað sé nefnt.
Lesa meira
Pistill formanns BSRB

Pistill formanns BSRB

Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram fjárlagafrumvarp fyrir komandi ár þar sem margvíslegar aðhalds- og niðurskurðarkröfur birtast okkur. Sem dæmi hefur verið boðað að fækka eigi ríkisstofnunum um að minnsta kosti 50 og taka á gjald fyrir innlagnir á sjúkrahús. Þá eru raunlækkanir á fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins talsverðar frá fyrra ári. Full ástæða er því til að hafa nokkrar áhyggjur af því í hvaða átt íslenskt þjóðfélag er að þróast ef þetta eru aðgerðirnar sem ríkisstjórnin ætlar að ráðast í á fyrsta fjárlagaári sínu, ríkisstjórnin sem var kosin vegna loforða um að bæta hag heimilanna í landinu.
Lesa meira
Stefnumótun í vinnuvernd

Stefnumótun í vinnuvernd

Þann 24. október verður haldin ráðstefna um stefnumótun í vinnuvernd til ársins 2020 á Grand Hótel í Reykjavík. Ráðstefnan hefst kl. 12.15 með „vinnuverndarforrétti” (léttur hádegisverður) sem verður upphitun fyrir það sem koma skal. Markmið fundarins er að kalla eftir áhersluatriðum í vinnuvernd frá sem flestum aðilum á íslenskum vinnumarkaði.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?