Árangur af úrræðum Vinnumálastofnunar
Um 75% þeirra sem skráðir voru hjá Vinnumálastofnun í atvinnuleit á árunum 2009–2013 voru í vinnu eða námi haustið 2013 samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Vinnumálastofnun lét gera á aðstæðum þessa hóps. Markmiðið var að kanna stöðu hópsins og einnig viðhorf einstaklinga innan hans til mismunandi vinnumarkaðsúrræða. Þetta kemur fram í frétt á vef velferðarráðuneytisins.
03. mar 2014