Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Áfangaskýrsla aðgerðarhóps um launajafnrétti

Áfangaskýrsla aðgerðarhóps um launajafnrétti

Aðgerðarhópur um launajafnrétti hyggst framkvæma rannsókn á launamun kynjanna á þessu ári og gefa út skýrslu um stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði. Nú þegar hefur hópurinn skilað félags- og húsnæðismálaráðherra áfangaskýrslu með samantekt á nýlegum launakönnunum og umfjöllun um norrænt samstarf og fyrirmyndir að verkefnum.
Lesa meira
Femínísk flóðbylgja í Hörpu

Femínísk flóðbylgja í Hörpu

Stefnt er að því að einn milljarður manna í 207 löndum og komi saman á morgun og dansi í tilefni af átakinu Milljarður rís. Uppátækið heppnaðist sérstaklega vel í fyrra og létu Íslendingar sitt ekki eftir liggja og 2100 menn, konur og börn á öllum aldri komu saman í Hörpu og dönsuðu af lífi og sál.
Lesa meira
1-1-2 dagurinn í dag

1-1-2 dagurinn í dag

112 og samstarfsaðilar vegna 112-dagsins leggja mikla áherslu á að fólk hugi betur að öryggi í ferðalögum að vetri til. Vetrarmánuðirnir eru gríðarlega annasamir hjá 112 og viðbragðsaðilum vegna ferðalaga og útivistar við misjafnar og stundum mjög varasamar aðstæður. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri 112, segir að með því að vanda betur undirbúning ferðalaga megi draga verulega úr hættu á slysum og erfiðleikum og auðvelda leit og björgun þegar á þarf að halda.
Lesa meira
Námskeið á vegum Vinnueftirlitsins

Námskeið á vegum Vinnueftirlitsins

Á vef Vinnueftirlitsins má finna frekari upplýsingar um námskeið á vegum þess. Á næstunni verður boðið upp á nokkur námskeið og vill Vinnueftirlitið sérstaklega benda á eftirfarandi námskeið um Vinnuslys og vinnuslysarannsóknir.
Lesa meira
Styrkir úr Lýðheilsusjóði 2014

Styrkir úr Lýðheilsusjóði 2014

Lýðheilsusjóður óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til heilsueflingar og forvarna á sviði áfengis- og vímuvarna, tóbaksvarna, heilbrigðra lifnaðarhátta og geðræktar og með áherslu á að draga úr ójöfnuði til heilsu.
Lesa meira
Norræna lífhagkerfinu hrundið úr vör

Norræna lífhagkerfinu hrundið úr vör

Stærsta verkefni formennskuáætlunar Íslands í norrænu ráðherranefndinni, Norræna lífhagkerfinu NordBio,verður hrundið úr vör á morgun, miðvikudag, í Norræna húsinu í Reykjavík.
Lesa meira
Karlar í umönnunar- og kennslustörfum

Karlar í umönnunar- og kennslustörfum

Aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti kynja efnir til opins fundar um karla í umönnunar- og kennslustörfum fimmtudaginn 13. febrúar. Eitt verkefna aðgerðahópsins er að stuðla að aðgerðum sem draga úr kynjaskiptingu starfa á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöður innlendra og erlendra rannsókna benda til þess að engin ein aðgerð sé líklegri til að minnka launamun karla og kvenna en uppbrot hins kynskipta vinnumarkaðar.
Lesa meira
Styrktarsjóður BSRB á nýju ári

Styrktarsjóður BSRB á nýju ári

BSRB minnir félagsmenn sína á Styrktarsjóð BSRB sem tekur nú við styrkumsóknum fyrir árið 2014. Aðildarfélög að styrktarsjóðnum eru öll félög BSRB nema SFR, Landsamband lögreglumanna og Póstmannafélag Íslands sem reka sína eigin styrktarsjóði. Upplýsingar um sjóði þeirra er að finna á heimsíðum viðkomandi félaga sem finna má hér.
Lesa meira
Nýr framkvæmdastjóri NFS

Nýr framkvæmdastjóri NFS

Formannafundur NFS, Norræna verkalýðssambandsins, kaus í gær Magnús Gissler í starf framkvæmdastjóra sambandsins. Gissler hefur talsverða reynslu af störfum stéttarfélaga og mun hann formlega hefja störf hjá NFS á vormánuðum þegar hann hefur lokið skyldum sínum á núverandi vinnustað.
Lesa meira
Ársskýrsla leigjendaaðstoðarinnar

Ársskýrsla leigjendaaðstoðarinnar

Leigjendaaðstoðin sem Neytendasamtökin reka samkvæmt þjónustusamningi við velferðarráðuneytið hefur birt ársskýrslu um starfsemi sína árið 2013. Alls bárust 1.467 erindi sem flest snérust um ástand og viðhald leiguhúsnæðis og uppsögn leigusamnings.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?