Mannréttindi hversdagsins

Öryrkjabandalag Íslands, Rannsóknasetur í fötlunarfræðum og Félag um fötlunarrannsóknir bjóða til síðasta málþingsins af fjórum. Að þessu sinni verður yfirskriftin „Fötlun og menning“ og fer málþingið fram í Norðurljósasal Hörpu, 28. mars kl. 9.00-16.00. Aðalfyrirlesari er bandaríska fræðikonan, dr. Rosemarie Garland-Thomson. Aðrir fyrirlesarar verða fræðafólk af hinum ýmsu sviðum Háskóla Íslands en sjá má ítarlegri dagskrá hér að neðan auk upplýsinga um skráningu á málþingið.


Dagskrá
09.00 Setning: Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands
09.10 Ávarp: Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands
09.20 Blokkflautuleikur: Gísli Helgason, blokkflautuleikari
09.30 Gender and Disability in Visual Culture: Rosemarie Garland-Thomson, prófessor við Emory háskóla í Bandaríkjunum

10.30 Kaffi
11.00 Til sýnis. Fatlað fólk, furðuverur og fjölleikahús: Kristín Björnsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Aðstæður geðveiks fólks í Reykjavík á 19. öld: Sigurgeir Guðjónsson, sagnfræðingur
Fötlun og safnastarf: Sigurjón B. Hafsteinsson, dósent við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

12.00 Matarhlé

13.00 Fötlun á Íslandi á miðöldum: Svipmyndir: Ármann Jakobsson, prófessor við Hugvísindasvið Háskóla Íslands
Undrabörnin: Birtingarmyndir fötlunar í ljósmyndasýningu Mary Ellen Mark: Rannveig Traustadóttir, prófessor við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands
Hvað er fötlunarlist? Hanna Björg Sigurjónsdóttir, dósent við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

14.15 Táknmálskórinn Vox Signum

14.30 Kaffi 

15.00 Fötlun í barnabókum: Guðrún Steinþórsdóttir, bókmenntafræðingur
Staða fatlaðs fólks í íslensku bændasamfélagi: Eiríkur Smith, doktorsnemi við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands
Það er nú saga að segja frá því...: Eva Þórdís Ebenezersdóttir, þjóðfræðingur 

16.00 Málþingslok 

Allir velkomnir - ekkert þátttökugjald.

Málþingsstjóri: Guðmundur Magnússon, leikari

Rit- og táknmálstúlkar ef óskað er.

Skráning á slóðinni: http://www.obi.is/um-obi/skraning-a-malthing-radstefnu-og-fleira/nanar/543


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?