Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Afmælisráðstefna um jafnrétti í 40 ár

Afmælisráðstefna um jafnrétti í 40 ár

Árið 1974 var á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar ákveðið að hefja formlegt samstarf á sviði jafnréttismála. Samstarfið hefur aukið þekkingu okkar á jafnréttismálum og fært okkur nær markmiðinu um norræn samfélög velferðar, réttlætis og lýðræðis. Í dag mælist kynjajafnrétti hvergi meira en á Norðurlöndunum. Markmið samstarfsins hefur frá upphafi verið að auka kynja- jafnrétti á Norðurlöndunum og að norrænu ríkin taki í sameiningu virkan þátt og axli ábyrgð á vettvangi alþjóðamála.
Lesa meira
Formaður BSRB kallar eftir yfirvegaðri umræðu

Formaður BSRB kallar eftir yfirvegaðri umræðu

„Dapurlegt er að fylgjast með umræðu fulltrúa meirihluta fjárlaganefndar í kjölfar birtingar árshlutauppgjörs Fjársýslu ríkisins um fjárreiður ríkissjóðs. Áður en skýringa á meintum framúrkeyrslum tiltekinna stofnana er leitað hjá viðkomandi ráðuneytum er talið farið að berast að mögulegum breytingum á starfsmannalögum svo auðveldara verði að víkja fólki úr starfi til að refsa þeim. Einn þingmaður meirihlutans á þingi gekk svo langt að leggja til að forstöðumenn stofnana finni sér nýtt starf,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB sem segir að umræðan hefði mátt vera yfirvegaðri enda hafi ekki verið nærri eins mikil ástæða til upphlaups þegar málið var skoðað betur.
Lesa meira
Skráning hafin hjá Starfsmennt

Skráning hafin hjá Starfsmennt

Í nýju veffréttabréfi Fræðslusetursins Starfsmenntar má sjá hluta af þeim námskeiðum sem í boði verða í vetur hjá setrinu en allar nánari upplýsingar eru inni á www.smennt.is.
Lesa meira
Styttri vinnutími – fjölskylduvænna samfélag

Styttri vinnutími – fjölskylduvænna samfélag

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, ritar grein í Reykjavík vikublað sem kom út nú um helgina. Þar fjallar hún m.a. um mögulega hagkvæmni þess að stytta vinnuvikuna. Greinina má sjhá hér að neðan en blaðið í heild sinni má nálgast hér.
Lesa meira
Kjölur skrifar undir – SFK til sáttasemjara

Kjölur skrifar undir – SFK til sáttasemjara

Starfsmannafélag Kópavogsbæjar hefur vísað kjaradeilu sinni við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga til ríkissáttasemjara. Þá hafa Kjölur, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi framlengt kjarasamninga sína.
Lesa meira
Formaður BSRB um flutning Fiskistofu

Formaður BSRB um flutning Fiskistofu

Formaður BSRB var gestur morgunútvarps Rásar 2 í gærmorgun þar sem hún ræddi um áform ríkisstjórnarinnar að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar. Þar sagði Elín Björg m.a. að sérkennilegt væri hvernig staðið var að því að tilkynna starfsfólki Fiskistofu um breytingarnar. Sumir hafi jafnvel verið kallaðir úr sumarfrí með sólarhrings fyrirvara.
Lesa meira
Ekkert ákveðið varðandi breytingar á lífeyriskerfinu

Ekkert ákveðið varðandi breytingar á lífeyriskerfinu

Undanfarið hafa reglulega verið sagðar fréttir af því í fjölmiðlum að gera eigi breytingar á lífeyriskerfinu og m.a. hækka lífeyristökualdur. Rétt er að taka fram að ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum og slíkar aðgerðir yrðu aðeins hluti af viðmeiri breytingum á lífeyriskerfi landsmanna.
Lesa meira
Lokaskjal Nordisk Forum

Lokaskjal Nordisk Forum

Jafnréttisráðherrum Norðurlandanna, þ.á.m. Eygló Harðardóttir, voru formlega afhentar lokaniðurstöður jafnréttisráðstefnunnar Nordiskt Forum á lokahátíð ráðstefnunnar sunnudaginn 15. júní.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?