Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
St.Rv semur við ríkið

St.Rv semur við ríkið

Samninganefnd Starfsmannafélags Reykjavíkurborg hefur undirritaði kjarasamning við ríkið. Samningurinn gildir frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015 og byggir á þeim samningum sem þegar hafa verið undirritaðar með 2,8% launahækkun eða 8 þúsund frá og með 1. mars 2014. Á launataxta sem eru lægri en 230.000,- komi sérstök hækkun til viðbótar um 1.750 kr.
Lesa meira
SLFÍ semur við Reykjavíkurborg

SLFÍ semur við Reykjavíkurborg

Sjúkraliðafélag Íslands skrifaði undir breytingu og framlengingu á kjarasamning við Reykjavíkurborg í kvöld. Kjarasamningurinn verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum og verður fundur auglýstur fljótlega þar sem farið verður yfir samninginn. Í kjölfarið mun fara fram atkvæðagreiðsla á meðal félagsmanna um samninginn.
Lesa meira
Ræða formanns BSRB á 1. maí

Ræða formanns BSRB á 1. maí

„Okkur tókst að byggja upp samfélag þar sem jöfnuður fólksins var settur framar öllu – kerfi sem veitti fólki jafnari tækifæri, óháð efnahag, fjölskylduaðstæðum og búsetu. Eins og sakir standa erum við að þróast frá þessari samfélagsgerð yfir í samfélag aukinnar misskiptingar og ójafnaðar. Grunngildum okkar er ógnað og það munum við ekki sætta okkur við,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í 1. maí ræðu sinni á Ingólfstorgi fyrr í dag á baráttudegi verkalýðsins.
Lesa meira
BSRB tíðindi komin á vefinn

BSRB tíðindi komin á vefinn

BSRB tíðindi eru komin út og ættu að hafa borist öllum félagsmönnum á síðustu dögum. Blaðið er einnig birt hér á vefnum en meðal efnis þar að þessu sinni er kynjabókhald BSRB, áherslur í kjarasamningum, ágrip af sögu og sigrum verkalýðsbaráttunnar auk þess sem fjallað er um stöðuna í lífeyrismálum opinberra starfsmanna.
Lesa meira
Kynjabókhald BSRB

Kynjabókhald BSRB

Jafnréttisnefnd BSRB tekur á hverju ári saman kynjabókahald í samræmi við stefnu BSRB um jafnréttismál.
Lesa meira
Baráttufundir um land allt

Baráttufundir um land allt

Baráttudagur verkalýðsins verður haldinn hátíðlegur víða um land. BSRB minnir sérstaklega á 1. maí kaffi í kjölfar útifundarins á Ingólfstorgi í Reykjavík. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, verður fyrsti ræðumaður í Reykjavík en dagskráin þar mun hefjast kl. 14:10. Kröfugangan mun leggja af stað um 40 mínútum áður frá Hlemmi.
Lesa meira
Samningur við Isavia undirritaður

Samningur við Isavia undirritaður

Skrifað var undir kjarasamning SFR, FFR og LSS við ISAVIA rétt fyrir miðnætti í gærkvöld, en nokkrum klukkustundum áður hafði fyrirhuguðu verkfalli verið frestað til 22. maí.
Lesa meira
Verkfallsboðun samþykkt

Verkfallsboðun samþykkt

Atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun starfsmanna fyrirtækja í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) er nú lokið. Verkfallsboðunin var samþykkt með 65% atkvæða en kosningaþátttaka var 61,9%
Lesa meira
Framkvæmdastjóra SA svarað

Framkvæmdastjóra SA svarað

Formenn þriggja aðildarfélaga BSRB, sem hafa undanfarnar vikur átt í árangurslausum kjaraviðræðum við Isavia, hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Þorsteins Víglundssonar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í morgun. Yfirlýsinguna má sjá hér að neðan:
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?