Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Samnorrænn vinnumarkaður 60 ára

Samnorrænn vinnumarkaður 60 ára

Sameiginlegur norrænn vinnumarkaður fagnar 60 ára afmæli í dag, 22. maí. Samningur þess efnis var undirritaður fyrir 60 árum og af því tilefni mun norræna ráðherranefndin fagna áfanganum með afmælisráðstefnu um vinnumarkaðsmál í Hörpu í Reykjavík.
Lesa meira
Atvinnuleysi ungs fólks á Norðurlöndum

Atvinnuleysi ungs fólks á Norðurlöndum

Magnus Gissler framkvæmdastjóri NFS-Norræna verkalýðssambandsins og Kristín Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Sambands Norrænu félaganna rita sameiginlega grein í Fréttablaðið í dag.
Lesa meira
Framtíð sameiginlegs norræns vinnumarkaðar

Framtíð sameiginlegs norræns vinnumarkaðar

Dagana 21.-22. maí halda Norðurlönd upp á 60 ára afmæli sameiginlegs norræns vinnumarkaðar með afmælisráðstefnu í Reykjavík. Um leið stendur norrænn vinnumarkaður frammi fyrir miklum áskorunum, þ.á.m. miklu atvinnuleysi, einkum meðal ungs fólks, minnkandi aðild launafólks að stéttarfélögum og minna atvinnuöryggi, svo nokkuð sé nefnt.
Lesa meira
Þriðja þing ITUC í Berlín

Þriðja þing ITUC í Berlín

Þriðja alþjóðaþing ITUC (International Trade Union Confederation) var sett í gær í Berlín og mun standa fram á föstudag. Þar eru fulltrúar frá meira en 1000 heildarsamtökum launafólks um allan heim og BSRB þar á meðal.
Lesa meira
Ályktanir aðalfundar BSRB

Ályktanir aðalfundar BSRB

Aðalfundi BSRB lauk í gær og í kjölfar hans voru sendar þrjár ályktanir frá fundinum. Ályktanirnar fjölluðu um kjaradeilu SLFÍ og SFR við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, stöðu heilbrigðismála á Íslandi og sú þriðja fjallaði um nýsamþykktar skuldaleiðréttingar og húsnæðismál.
Lesa meira
Ályktun aðalfundar BSRB um kjaramál

Ályktun aðalfundar BSRB um kjaramál

Aðalfundi BSRB lauk nú síðdegis. Þar var m.a. samþykkt ályktun sem fjallar um kjaramál og sérstaklega þá kjaradeilu sem tvö af aðildarfélögum BSRB, Sjúkraliðafélag Íslands og SFR, standa í við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu. Ályktunin er svo hljóðandi:
Lesa meira
Ávarps formanns BSRB og erindi Rúnars

Ávarps formanns BSRB og erindi Rúnars

Aðalfundur BSRB var settur í morgun með ávarpi Elín Bjargar Jónsdóttur, formanns BSRB. Því næst flutti Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild HÍ, erindið „Staða og framtíð félagslegrar heilbrigðisþjónustu á Íslandi“ og að því loknu tók Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, til máls og flutti erindi undir yfirskriftinni „Uppbygging lífeyrissparnaðar“.
Lesa meira
Aðalfundur BSRB í beinni á vefnum

Aðalfundur BSRB í beinni á vefnum

Aðalfundur BSRB fer fram frá kl. 10-14:45 í dag föstudaginn 16. maí 2014 að Grettisgötu 89. Hægt er að fylgjast með fundinum á vef BSRB og upplýsingar um það má finna hér að neðan.
Lesa meira
Aðalfundur BSRB 2014

Aðalfundur BSRB 2014

Aðalfundur BSRB fer fram frá kl. 10-14:45 föstudaginn 16. maí 2014 að Grettisgötu 89. Fyrir hádegi verða flutt tvö erindi sem eru opin fjölmiðlum og öðrum sem áhuga hafa. Fyrra erindið flytur Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild HÍ, og ber það yfirskriftina „Staða og framtíð félagslegrar heilbrigðisþjónustu á Íslandi“. Þar mun Rúnar m.a. kynna rannsóknir sínar á kostnaði sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem er að hluta unnin upp úr gögnum heilbrigðiskönnunarinnar Heilbrigði og lífskjör Íslendinga.
Lesa meira
Kjarasamingur við Isavia samþykktur

Kjarasamingur við Isavia samþykktur

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um undirritaðan kjarasamning FFR, SFR og LSS við SA/Isavia ohf. liggja nú fyrir. Undirritaður kjarasamningurinn var samþykktur með meirihluta atkvæða allra félagsmanna.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?