Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Vinnustöðvun á flugvöllum landsins

Vinnustöðvun á flugvöllum landsins

Annað skammtímaverkfall félagsmanna SFR, FFR og LSS gagnvart Isavia stóð yfir frá kl. 4 til 9 í morgun. Verkfallsverðir félaganna stóðu vaktina og gættu þess að ekki væri gengið í störf félagsmanna. Allt gekk það snurðulaust fyrir sig og ekki kom til ágreinings um framkvæmd vinnustöðvunarinnar. Flugfarþegar sýndu góðan skilning á kjarabaráttu starfsmanna og biðu þolinmóðir eftir því að félagsmenn hæfu störf kl. 9.
Lesa meira
Kjölur samþykkir nýjan samning

Kjölur samþykkir nýjan samning

Kjölur, eitt stærsta einstaka aðildarfélagið innan BSRB sem telur um 1000 félagsmenn sem starfa á svæðunum í kringum Akureyri og allt vestur til Borgarness, hefur skrifað samþykkt nýjan kjarasamning við ríkið.
Lesa meira
LL framlengir kjarasamning

LL framlengir kjarasamning

Samninganefnd Landssambands lögreglumanna undirritaði í dag framlengingarsamkomulag við Samninganefnd ríkisins. Framlengingarsamkomulagið tekur gildi frá því að síðasta framlengingarsamkomulag LL rann út, eða frá 1. febrúar 2014. Framlenging kjarasamningsins gildir til loka apríl 2015.
Lesa meira
Skrifstofa BSRB lokuð yfir páskana

Skrifstofa BSRB lokuð yfir páskana

Skrifstofa BSRB er lokuð yfir páskahátíðina en mun opna aftur þriðjudaginn 22. apríl kl. 9:00. Starfsfólk skrifstofu BSRB óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar.
Lesa meira
Baráttufundur um verkfallsaðgerðir

Baráttufundur um verkfallsaðgerðir

Afar fjölmennur baráttufundur félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands sem starfa hjá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) var haldinn síðdegis í gær
Lesa meira
Staða kjarasamninga aðildarfélaga BSRB

Staða kjarasamninga aðildarfélaga BSRB

SFR, fjölmennasta aðildarfélag BSRB, hefur samþykkt nýja kjarasamninga við ríkið í atkvæðagreiðslu á meðal félagsmanna sinna. Samningurinn var samþykktur með 61,92% atkvæða. Á kjörskrá voru 3933, þar af kusu 1581. Já sögðu 61.92%, eða 979 og 35,08% sögðu nei eða 566. Auð atkvæði voru 36 eða 2,28%. Kjörsókn var 40,20%.
Lesa meira
Nýr framkvæmdastjóri LSS

Nýr framkvæmdastjóri LSS

Gerður Guðjónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (LSS) í stað Jóns G. Kristjánssonar sem lætur af störfum í sumar vegna aldurs, en hann hefur verið framkvæmdastjóri sjóðsins frá stofnun hans árið 1998.
Lesa meira
St.Rv samþykkir nýjan samning

St.Rv samþykkir nýjan samning

Félagsmenn Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, stærsta einstaka bæjarstarfsmannafélagsins innan BSRB, hafa samþykkt nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg.
Lesa meira
Samflot samþykkir nýjan samning

Samflot samþykkir nýjan samning

Samkomulag um breytingu og framlengingu á kjarasamningi Samflots bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB við ríkið hefur verið samþykkt í atkvæðagreiðslu félagsmanna.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?