Árið 1974 var á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar ákveðið að hefja formlegt samstarf á sviði jafnréttismála. Samstarfið hefur aukið þekkingu okkar á jafnréttismálum og fært okkur nær markmiðinu um norræn samfélög velferðar, réttlætis og lýðræðis. Í dag mælist kynjajafnrétti hvergi meira en á Norðurlöndunum. Markmið samstarfsins hefur frá upphafi verið að auka kynja- jafnrétti á Norðurlöndunum og að norrænu ríkin taki í sameiningu virkan þátt og axli ábyrgð á vettvangi alþjóðamála.
Norræna ráðherranefndin fagnar tímamótunum með afmælisráðstefnu í Hörpu, Reykjavík, 26. ágúst 2014.
Dagskrá ráðstefnunnar er fjölbreytt en boðið verður upp á tónlistarflutning, myndbandssýningu, hátíðarræður, fyrirlestra og pallborðsumræður ungmenna, stjórnmálamanna og sérfræðinga. Á ráðstefnunni verður fjallað um mótun og þróun norrænnar jafnréttisstefnu og helstu áskoranir í málaflokknum. Einkum verður lögð áhersla á jafnrétti á vinnumarkaði, menntun, og aukna þátttöku karla og drengja í jafnréttisstarfi. Um þessar mundir er fagnað aldarafmæli kosningaréttar kvenna á Norðurlöndum og af því tilefni verður hugað að stöðu lýðræðis með hliðsjón af stjórnmálaþátttöku kvenna.
Ráðstefnan fer fram 26. ágúst frá kl. 09.30 – 17.30 og skráning fer fram 09.00 – 09.30 en einnig er hægt að skrá sig á vef velferðarráðuneytisins.
Dagskrá
09:00 Skráning.
09.30 Setning. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda.
09:40 Hátíðarávarp. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.
09:55 Norrænt samstarf í jafnréttismálum. Ábyrgð og skyldur Norðurlanda í alþjóðasamskiptum. Margot Wallström, stjórnarformaður Háskólans í Lundi.
10.15 Hvað geta Norðurlöndin lagt af mörkum? Pallborðsumræður með Eygló Harðardóttur, Margot Wallström, Vigdísi Finnbogadóttur og fleirum. Umræðustjóri: Bogi Ágústsson, frétta- og sjónvarpsmaður.
11.00 Leit að kyni – á öllum Norðurlöndum. Það eru margir sem gjarnan vilja hittast og vinna saman þvert á landamæri. Það getur þó verið erfitt að koma auga á bestu leiðirnar að markmiðinu. En nú er lausnin fundin! Josefine Alvunger, framkvæmdastjóri hjá NIKK, Norræna upplýsingasetrinu um kynjafræði,kynnir þrjár uppgvötanir sem fær okkur verkfæri til að vinna jafnréttismálum á Norðurlöndum gagn.
11.15 New Action on Women‘s Rigths! Norrænu kvennahreyfingarnar krefja stjórnvöld um aðgerðir til að mæta áskorunum í jafnréttismálum á Norðurlöndum. Gertrud Åström, félagi í framkvæmdastjórn Nordiskt Forum og formaður sænska kvenréttindafélagsins (Sveriges kvinnolobby).
11.30 Hádegismatur
12.30 Ari Eldjárn skemmtikraftur fjallar um jafnréttismál.
Málstofa um karla og jafnrétti
12.45 Steen Baagøe Nielsen, lektor við Hróarskelduháskóla, fyrrverandi formaður NeMM – Norræns samstarfsnets um karlarannsóknir (Nordisk Netværk for Mandeforskning) og félagi í sérfræðinganefnd ESB um kynjajafnrétti (The European Institute for Gender Equality Expert Forum - EIGE). Aukin þátttaka karla í jafnréttismálum – helstu áskoranir.
13.15 Viðbrögð og umræðustjórn: Ingólfur V. Gíslason, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Breytingar „á forsendum karla“. Framför eða bakslag?
Málstofa um kyn og lýðræði
13.45 Hege Skjeie, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Ósló og félagi í norsku framkvæmdanefndinni um 100 ára kosningarétt kvenna. Endurspeglar fulltrúalýðræðið þjóðina?
14.15 Viðbrögð og umræður um kyn og lýðræði.
14.45 Kaffi og veitingar
Pallborðsumræður
15.15 Pallborðsumræður norrænna sérfræðinga um jafnréttismál:
- Auður Styrkársdóttir, forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands.
- Kerstin Alnebratt, framkvæmdastjóri Rannsóknarstofnunarinnar í kynjafræði í Svíþjóð.
- Linda Marie Rustad, forstöðumaður KILDEN í Noregi.
- Minna Kelhä, þróunarstjóri Minna – Upplýsingamiðstöðvar um jafnréttismál í Finnlandi.
- Nina Groes, forstöðumaður KVINFO í Danmörku.
Umræðustjóri: Dr. Fredrik Bondestam, rannsakandi hjá NIKK, Norræna upplýsingasetrinu um
kynjafræði.
16.15 Áskoranir í jafnréttismálum. Pallborðsumræður um verkefni framtíðarinnar í samstarfi við Norðurlandaráð æskunnar. Umræðustjóri: Dr. Fredrik Bondestam, rannsakandi hjá NIKK, Norræna
upplýsingasetrinu um kynjafræði.
17.15 Ráðstefnulok: Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu.
17.30 Móttaka. Kvennakórinn Katla syngur íslenska og norræna ljóðasöngva.