Fjármálaráðuneytið staðfestir útreikninga BSRB

Fjármálaráðuneytið hefur birt tölur um fjölda starfa hjá ríkinu frá aldamótum. Þær tölur staðfesta útreikninga BSRB.

Samkvæmt frétt fjármálaráðuneytisins hefur störfum hjá ríkinu fjölgað um innan við 4% frá árinu 2000 að teknu tilliti til flutninga stofnana og kerfisbreytinga. Í útreikningum BSRB kom fram að störfum hjá ríkinu hefði fjölgað um 5,6%. Þar var tekið tillit til þeirra kerfisbreytinga sem áttu sér stað við sameiningu launakerfa hjá ríkinu. Þegar einnig er leiðrétt fyrir tilfærslu verkefna á milli ríkis og sveitarfélaga er niðurstaðan sú að ríkisstarfsmönnum fjölgaði um innan við 4% frá árinu 2000 til 2014.

Sjá frétt Fjármálaráðuneytisins: 
http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/nr/18554






Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?