Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Sjúkraliðar samþykkja tveggja daga verkfall

Sjúkraliðar samþykkja tveggja daga verkfall

Sjúkraliðar sem starfa á Múlabæ og Hlíðabæ hafa samþykkt tveggja daga verkfall í febrúar hafi ekki samist fyrir þann tíma. Verkfallið mun standa yfir 4. til 5. febrúar frá kl. 8-16. Náist ekki að semja eftir fyrstu verkfallslotuna hefst þriggja daga verkfall 11. febrúar og ótímabundið frá og með átjánda febrúar hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma.
Lesa meira
Ekki bara launafólks að tryggja stöðugleika

Ekki bara launafólks að tryggja stöðugleika

Formaður BSRB segir í samtali við Fréttastofu Rúv að almennt launafólk geti ekki eitt borið ábyrgð á stöðugleika og lágri verðbólgu. Samfélagið allt hagnist á því að viðhalda stöðugleika og því verði allir jafnframt að leggja sitt af mörkum til að tryggja að svo verði áfram.
Lesa meira
Dómur í máli félagsmanns BSRB

Dómur í máli félagsmanns BSRB

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra um að Seltjarnarnesbær skuli greiða félagsmanni BSRB tvær og hálfa milljón króna auk vaxta í skaðabætur vegna ólögmætrar niðurlagningar á starfi.
Lesa meira
HM í skjóli þrælahalds

HM í skjóli þrælahalds

„Verkafólk frá löndum eins og Indlandi, Nepal, Sri Lanka, Filippseyjum og löndum Afríku eru á margan hátt í nauðungarvinnu. Þeim er neitað um að stofna stéttarfélög, aðbúnaður skelfilegur og gjarnan eru þeim ekki greidd umsamin laun. Fjöldi ungra manna hefur dáið við þessar aðstæður,“ sagði Sharan Burrows framkvæmdastjóri ITUC, Alþjóðasambands verkalýðsfélaga, fyrir fáeinum mánuðum þegar ljóst varð að heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu yrði haldin í Katar. Á morgun hefst þar heimsmeistarakeppnin í handknattleik og því er ekki úr vegi að benda á hinar skelfilegu aðstæður sem verkafólk býr við í landinu.
Lesa meira
STAMOS opnar nýja skrifstofu

STAMOS opnar nýja skrifstofu

Starfsmannafélag Mosfellsbæjar opnaði skrifstofur sínar í Þverholti 3 í Mosfellsbæ síðasta haust og ætlar félagið af því tilefni að bjóða félagsmönnum sínum til gleðskapar í hinum nýju húsakynnum á fimmtudaginn milli kl. 17 og 19.
Lesa meira
Trúnaðarmannanámskeiðin halda áfram á vorönn

Trúnaðarmannanámskeiðin halda áfram á vorönn

Trúnaðarmannanámskeið BSRB og Félagsmálaskóla alþýðu heldur áfram í upphafi næsta mánaðar. Byrjað verður að kenna fyrsta námskeið á 1. þrepi Trúnaðarmannanámsins þann 2. febrúar nk. Kennt verður í þrjá daga frá 2. til 4. febrúar á milli kl. 9-15:45.
Lesa meira
Dómur í máli félagsmanns BSRB

Dómur í máli félagsmanns BSRB

Nýlega féll dómur Hæstaréttar í máli félagsmanns BSRB. Málið varðaði miskabótakröfu félagsmannsins vegna þess hvernig staðið var að uppsögn á ráðningarsamningi við hann.
Lesa meira
Félagslegt heilbrigðiskerfi tryggir aðgengi

Félagslegt heilbrigðiskerfi tryggir aðgengi

Heilbrigðisþjónusta verður brotakenndari og skilar minni árangri þegar einkarekstur breiðist út í félagslegu heilbrigðiskerfi eins og er hér á landi. Þetta er niðurstaða úttektar á rekstri heilbrigðisþjónustu í Evrópu og vestan hafs sem Rúnar Vilhjálmsson prófessor við Háskóla Íslands kynnti nýverið og sagt var frá í fréttum Rúv í vikunni.
Lesa meira
Umsögn BSRB um verkfallsrétt lögreglumanna

Umsögn BSRB um verkfallsrétt lögreglumanna

BSRB hefur skilað inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum nr. 90/1996 sem fjallar m.a. um verkfallsrétt lögreglumanna. Í frumvarpinu er lagt til að verkfallsréttur lögreglumanna verði endurreistur.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?