Trúnaðarmannanámskeiðin halda áfram á vorönn

Trúnaðarmannanámskeið BSRB og Félagsmálaskóla alþýðu heldur áfram í upphafi næsta mánaðar. Byrjað verður að kenna fyrsta námskeið á 1. þrepi Trúnaðarmannanámsins þann 2. febrúar nk. Kennt verður í þrjá daga frá 2. til 4. febrúar á milli kl. 9-15:45.

Umfjöllunarefni Trúnaðarmannanámskeiðanna að þessu sinni er m.a. hvert hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði er. Hvert hlutverk trúnaðarmanna á vinnustað er? Hvað á hann að gera og hvað ekki? Eins verður farið yfir hlutverk trúnaðarmanna skv. lögum og kjarasamningum og hvernig trúnaðarmenn geta aflað sér upplýsingar og túlkanir á hinum ýmsu álitaefnum sem á hans borð kunna að koma.

Hægt er að fræðast betur um námskeiðið hér á vef Félagsmálaskólans auk þess sem hægt er að ská sig í námskeiðið á sama stað.

Í upphafi mars verður svo 2. þrep 1. hluta Trúnaðarmannanámsins kennt og um miðjan apríl verður haldið áfram með seinni hluta Trúnaðarmannanámsins þegar 5. þrep fer af stað. Dagskrá Félagsmálaskólans má skoða betur á vef hans.

Þá vekjum við sérstaka athygli á því að Kjölur verður með sérstakt námskeið á sínum vegum í febrúar en þar verður kennt á 2. þrepi fyrri hluta Trúnaðarmannanámsins. Frekari upplýsingar um það námskeið má sjá hér.

BSRB minnir á að Trúnaðarmannanámskeiðin eru gjaldfrjáls fyrir félagsmenn aðildarfélaga BSRB.





Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?