Ísland efst hjá World Economic Forum

Ísland skipar 1. sæti á lista World Economic For­um 2014 þar sem jafnrétti kynjanna er mælt með hliðsjón af fjórum atriðum. Þetta er í sjötta skiptið í röð sem Ísland skipar fyrsta sætið en Norðurlöndin raða sér í efstu sætin. Finnland er í öðru sæti, Noregur í því þriðja, Svíþjóð í fjórða og Danmörk í því fimmta.

Atriðin sem höfð eru til hliðsjónar í þessum mælingum eru stjórnmálaþátttaka, efnahagur, heilsa og menntun. Í samanburði á 136 löndum kemur Ísland best út þrátt fyrir að heildarskor Íslands í mælingunum dali lítillega á milli ára. Munar þar mestu um lægri skor í þættinum er varðar stjórnmálaþátttöku sem rekja má til fækkun ráðherra og þingmanna úr röðum kvenna eftir síðustu alþingiskosningar.

Frekari upplýsingar um mælingar World Economic For­um má nálgast hér.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?