Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Hvað tefur í húsnæðismálum?

Hvað tefur í húsnæðismálum?

„Hvað tefur í húsnæðismálum?“ er fyrirsögnin í grein formanns BSRB sem birtist í dag í Fréttablaðinu. Greinin fjallar um mikilvægi þess sett verði í forgang uppbygging almenns leigumarkaðar og samræmt húsnæðisbótakerfi.
Lesa meira
Undirbúningur kjaraviðræðna

Undirbúningur kjaraviðræðna

Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um undirbúning aðildarfélaga BSRB fyrir komandi kjaraviðræður. Formaður BSRB segir undirbúninginn ganga vel þó félögin séu mislangt á vel komin.
Lesa meira
Starfskostnaður eða laun?

Starfskostnaður eða laun?

Formaður BSRB segir í samtali við Fréttastofu Rúv að líta megi á fastar mánaðarlegar starfskostnaðargreiðslur þingmanna sem launagreiðslur enda eru greiddir skattar eins og um hver önnur laun sé að ræða.
Lesa meira
Svigrúm til launahækkana

Svigrúm til launahækkana

Formaður BSRB segir í samtali við Fréttastofu Rúv staða aðildarfélaga BSRB hljóti að vera sterkari við gerð kröfugerða fyrir komandi kjarasamninga í ljósi nýrrar skýrslu um launaþróun. Samkvæmt úttekt heildarsamtaka vinnumvarkaðarins á efnahagsumhverfi og launaþróun sem kom út fyrir helgi hækkaði tímakaup ríkisstarfsmanna innan BSRB minnst eða um 4,9%.
Lesa meira
Ný skýrsla: Í aðdraganda kjarasamninga

Ný skýrsla: Í aðdraganda kjarasamninga

Ný skýrsla sem ber heitið „Í aðdraganda kjarasamninga: Efnahagsumhverfi og launaþróun“ var kynnt á fundi hjá Ríkissáttasemjara í dag. Skýrslan er afrakstur tveggja vinnuhópa á vegum samstarfsnefndar um launaupplýsingar sem er skipuð fulltrúum ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, SA, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fjármála- og efnahagsráðuneytis.
Lesa meira
Isavia greiði 7 milljónir vegna ólöglegrar uppsagnar

Isavia greiði 7 milljónir vegna ólöglegrar uppsagnar

Fyrir skemmstu féll dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli félagsmanns BSRB og FÍF, félags íslenskra flugumferðarstjóra. Þar var Isavia ohf. gert að greiða félagsmanninum miskabætur vegna meiðandi framkomu í hans garð auk bóta vegna fjártóns af völdum ólöglegrar uppsagnar hans, samtals 7.000.000 króna auk málskostnaðar. Dómurinn er sá nýjasti sem Isavia hefur fengið á sig vegna sambærilegra mála á síðustu árum.
Lesa meira
Ályktun stjórnar BSRB um heilbrigðismál

Ályktun stjórnar BSRB um heilbrigðismál

Stjórn BSRB samþykkti á fundi sínum í Reykjavík í dag ályktun um mikilvægi þess að tryggja um jafnt aðgengi landsmanna allra að heilbrigðisþjónustu. Þar segir m.a. „heilsa fólks getur aldrei orðið eins og aðrar markaðsvörur í samfélagi sem vill kenna sig við jafnræði og réttlæti“ auk þess sem áhersla er lögð á að efling heilbrigðiskerfisins verði gerð með hagsmuni landsmanna allra að leiðarljósi.
Lesa meira
Ályktun stjórnar BSRB

Ályktun stjórnar BSRB

Stjórn BSRB hefur sent frá sér ályktun vegna ákvörðunar Kópavogsbæjar um að lækka laun karlmanns sem hafði hærri laun en kona í jafn verðmætu starfi í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Hér að neðan má einnig nálgast samatekt á úrskurði kærunefndarinnar. BSRB tekur mikilvægt vegna mikillar opinberrar umfjöllunar um málið sé rétt að árétta að málið snýst um mismunun við ákvörðun grunnlauna konunnar og karlsins. Í niðurstöðu kærunefndarinnar var einnig sérstaklega tilgreint að: „óumdeilt er að kærandi er nú einnig með lægri heildarlaun er karlmaðurinn. Launamun þessum verður ekki eytt með lækkun launa karlmannsins eins og kærði hefur hreyft þar sem laun hans eru í samræmi við kjarasamning en samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar samrýmast ekki 1. gr. laga nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, og eru ógildir.“
Lesa meira
Höfnum leið misskiptingar

Höfnum leið misskiptingar

"Höfnum leið misskiptingar í heilbrigðismálum," er fyrirsögnin í grein formanns BSRB sem birtist í dag í Fréttablaðinu. Greinin fjallar um mögulega einkavæðingu í heilbrigðiskerfisins og þau félagslegu og fjárhagslegu áhrif sem slíkar aðgerðir kunna að hafa.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?