Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Aðalfundi BSRB lokið

Aðalfundi BSRB lokið

Aðalfundi BSRB lauk rétt í þessu. Fyrir hádegi fjallaði Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK starfsendurhæfingarsjóðs, um starfsemi og árangur sjóðsins. Árni Stefán Jónsson varaformaður BSRB fór því næst yfir stöðu í lífeyrismálum og Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB fór yfir gang kjarasamningsviðræðna.
Lesa meira
Aðalfundur BSRB

Aðalfundur BSRB

Aðalfundur BSRB fer fram næstkomandi föstudag 8. maí 2015 og hefst hann kl. 10:00.
Lesa meira
Varaformaður BSRB á 1. maí

Varaformaður BSRB á 1. maí

„Við stöndum nú á tímamótum þar sem teknar verða afdrifaríkar ákvarðanir um afdrif þjóðarinnar. Nú standa yfir einhver mestu og illvígustu átök á vinnumarkaði sem sést hafa í áratugi. Fullkomið vantraust og trúnaðarbrestur er á milli aðila. Það er tími til kominn að launafólk sýni mátt sinn og megin,“ sagði Árni Stefán Jónsson, varaformaður BSRB, í 1. maí ræðu sinni á Ingólfstorgi í Reykjavík í dag.
Lesa meira
Ræða formanns BSRB á 1. maí

Ræða formanns BSRB á 1. maí

„Við stöndum frammi fyrir alvarlegustu deilum á vinnumarkaði í áraraðir. Á síðasta ári voru kjarasamningar megin þorra launafólks framlengdir með mjög hóflegum launahækkunum. Með þeim samningi var skapað tækifæri fyrir stjórnvöld til að byggja samfélag jafnaðar, þar sem hagsmunir heildarinnar voru settir í forgrunn. En í stað þessa að nýta þetta einstaka tækifæri og leggjast á eitt með launafólki, með því að vinna sameiginlega að bættum hag almennings héldu stjórnvöld inn á braut sérhagsmuna og ójafnaðar,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir í 1. maí ræðu sinni á Akureyri í dag þar sem hún var aðalræðumaður dagsins. Fjallaði hún m.a. um gjörðir stjórnvalda og atvinnurekenda sem hefðu ekki verið til þess að skapa traust og koma á frekari jöfnuði.
Lesa meira
Jöfnuður síst of mikill

Jöfnuður síst of mikill

„Með kjarasamningum á síðasta ári var tækifæri skapað fyrir stjórnvöld og launagreiðendur að ávinna sér traust og sýna í verki að þau hefðu hagsmuni heildarinnar í huga. En í stað þess að leggjast á eitt með almenningi og vinna sameiginlega að bættum hag fjöldans var haldið inn á braut sérhagsmuna,“ er á meðal þess sem Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir í grein sinni í Fréttablaðinu í dag í tilefni 1. maí, baráttudegi verkalýðsins.
Lesa meira
1. maí um land allt

1. maí um land allt

Baráttudagur verkalýðsins verður haldinn hátíðlegur um allt land þann 1. maí. Fjölbreytt baráttudagskrá hefur verið skipulögð um land allt og hér á eftir fara upplýsingar um hvað er að gerast hvar.
Lesa meira
Dagskrá 1. maí á Akureyri

Dagskrá 1. maí á Akureyri

Baráttudagur verkalýðsins verður haldinn hátíðlegur um allt land þann 1. maí og Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, verður aðal ræðumaður á baráttufundinum á Akureyri.
Lesa meira
Dagskrá 1. maí í Reykjavík

Dagskrá 1. maí í Reykjavík

Baráttudagur verkalýðsins er á föstudaginn kemur þann 1. maí og verða baráttufundir haldnir af því tilefni víða um land. yfirskrift fundarins í Reykjavík að þessu sinni er „Jöfnuður býr til betra samfélag“ og mun varaformaður BSRB, Árni Stefán Jónsson, vera einn ræðumanna á fundinum sem fer fram á Ingólfstorgi. Áður en fundurinn hefst verður farið í kröfugöngu niður Laugaveginn en ítarlegri dagsrká má sjá hér að neðan. Að fundi loknum mun BSRB bjóða í baráttukaffi í húsnæði sínu að Grettisgötu 89.
Lesa meira
Starf VIRK skilar miklu til baka

Starf VIRK skilar miklu til baka

Starfsemi VIRK, starfsendurhæfingarsjóðs sparar ríkinu, Tryggingastofnun og lífeyrissjóðunum milljarðaútgjöld skv. skýrslu Benedikts Jóhannessonar, tryggingastærðfræðings. Framkvæmdastjóri VIRK segir matið varfærið í samtali við fréttastofu Rúv.
Lesa meira
Formaður BSRB á ráðstefnunni í morgun

Formaður BSRB á ráðstefnunni í morgun

„Árin eftir hrun hafa verið launafólki mjög erfið, megin byrðar efnahagshrunsins hafa verið bornar af launafólki sem hefur mátt sætta sig við hækkun nánast allra tölfræði þátta sem mælikvarðar ná yfir – nema kannski launa sinna,“ sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB á ráðstefnu BSR og ASÍ í morgun.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?