Baráttudagur verkalýðsins er á föstudaginn kemur þann 1. maí og verða baráttufundir haldnir af því tilefni víða um land. yfirskrift fundarins í Reykjavík að þessu sinni er „Jöfnuður býr til betra samfélag“ og mun varaformaður BSRB, Árni Stefán Jónsson, vera einn ræðumanna á fundinum sem fer fram á Ingólfstorgi. Áður en fundurinn hefst verður farið í kröfugöngu niður Laugaveginn en ítarlegri dagsrká má sjá hér að neðan. Að fundi loknum mun BSRB bjóða í baráttukaffi í húsnæði sínu að Grettisgötu 89.
Dagskrá 1. maí 2015 í Reykjavík
Kl. 13.00 Göngufólk, fánaberar og Lúðrasveitir safnast saman við Hlemm/Snorrabraut
Kl. 13.30 Gangan leggur af stað niður Laugaveg
Kl. 14.05 Ingólfstorg. Lúðrasveitir spila þar til gangan er komin á torgið
Kl. 14.10 Fundarstjóri Þórarinn Eyfjörð setur fundinn
Gradualekór Langholtskirkju syngur. Stjórnandi Jón Stefánsson
Árni Stefán Jónsson formaður SFR heldur ræðu
Ljótikór flytur tvö lög
Hilmar Harðarsson formaður Samiðnar heldur ræðu
Reykjavíkurdætur flytja tvö lög
Kórar, lúðrasveitir og fundarmenn syngja Maístjörnuna
„Internationallinn“ sunginn og leikinn
Ræður eru táknmálstúlkaðar
Hulda Halldórsdóttir syngur á táknmálið með kórunum
Kl. 15.00 Í lok fundar flytur fundarstjóri hvatningarorð frá skipuleggjendum baráttudagsins