Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Fundar vegna kjarasamninga

Fundar vegna kjarasamninga

Fulltrúar úr viðræðu- og samninganefndum þremur af fjölmennustu aðildarfélögum BSRB, SFR, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna, hittust á fundi í gær. Þar var m.a. farið yfir úrskurð Gerðardóms í málum BHM og Félags ísl. hjúkrunarfræðinga sem birtur var á sl. föstudag.
Lesa meira
Kjaraviðræður að hefjast á ný

Kjaraviðræður að hefjast á ný

Kjaraviðræður þriggja af fjölmennustu aðildarfélögum BSRB sem semja við ríkið eru hafnar að nýju eftir sumarleyfi. Formaður SFR segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að menn bíði átekta og fundað verði næstkomandi miðvikudag og fimmtudag í deilunni.
Lesa meira
PFÍ skrifar undir kjarasamning

PFÍ skrifar undir kjarasamning

Samninganefndir Póstmannafélags Íslands og Íslandspósts hafa undirritað nýjan kjarasamning. Samningsforsendur í þessum samningi taka að stærstum hluta mið af samningsforsendum í samningum SA við SGS, Flóabandalagið og VR frá 29. maí 2015.
Lesa meira
Nýtt starfsmat skilar 3,3% meðalhækkun launa

Nýtt starfsmat skilar 3,3% meðalhækkun launa

"Það er mikill áfangi og ánægjuefni að endurskoðun starfsmatsins sé lokið enda hefur þessi vinna staðið yfir í langan tíma. Mestu skiptir að hún skilar yfirgnæfandi meirihluta okkar félagsmanna hækkun launa en hún er að jafnaði um 3,3%," segir Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar - stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, um endurskoðun starfsmatskerfis sveitarfélaganna sem nú liggur fyrir. Breytingarnar þýða að laun fjölmargra félagsmanna aðildarfélaga BSRB sem semja við sveitarfélögin muni hækka samkvæmt endurskoðuðu starfsmatskerfi.
Lesa meira
Viðræðum frestað

Viðræðum frestað

Flest aðildarfélög BSRB hafa ákveðið í samráði við viðsemjendur sína að fresta samningaviðræðum fram í ágúst.
Lesa meira
Tillögur að nýrri vinnumarkaðsstefnu

Tillögur að nýrri vinnumarkaðsstefnu

Nefnd sem Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, skipaði í september á liðnu ári til að móta vinnumarkaðsstefnu og fjalla um skipulag vinnumarkaðsmála hefur skilað ráðherra tillögum sínum. Markmiðið er að stuðla að velferð fólks á vinnumarkaði og tryggja atvinnuþátttöku sem flestra.
Lesa meira
Virkur vinnustaður - mikilvægt þróunarverkefni

Virkur vinnustaður - mikilvægt þróunarverkefni

Haustið 2011 fór VIRK Starfsendurhæfingarsjóður af stað með Virkan vinnustað, metnaðarfullt 3ja ára þróunarverkefni um forvarnir á vinnustað og endurkomu einstaklinga til vinnu eftir veikindi eða slys. VIRK var umsjónar- og ábyrgðaraðili verkefnisins en fulltrúar frá aðilum vinnumarkaðarins sátu í stýrihópi þess. 12 fyrirtæki og stofnanir tóku þátt í verkefninu, um 30 vinnustaðir innan mismunandi starfsgreina, svo sem verslunar og þjónustu, fræðslu- og heilbrigðisstarfsemi, framleiðslustarfsemi og fiskiðnaðar.
Lesa meira
Til hamingju með daginn

Til hamingju með daginn

Fyrir einni öld staðfesti konungur lög frá Alþingi sem færðu um 12.000 íslenskum konum, sem voru 40 ára og eldri, kosningarétt. Þessum áfanga verður fagnað á margvíslegan hátt um land allt í dag.
Lesa meira
Kynjabókhald BSRB

Kynjabókhald BSRB

Kynjabókhald BSRB fyrir síðasta starfsár hefur nú verið gert opinbert. Jafnréttisnefnd BSRB hefur í samræmi við ályktun sem samþykkt var á 42. þingi bandalagsins látið taka saman kynjabókhald fyrir BSRB á hverju ári.
Lesa meira
Fögnum og gefum frí 19. júní!

Fögnum og gefum frí 19. júní!

Haldið verður upp á 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna þann 19. júní næstkomandi. Í tilefni af afmælinu hafa atvinnurekendur jafnt á almennum vinnumarkaði sem og hjá ríki og sveitarfélögum verið hvött til að gefa starfsmönnum frí frá hádegi 19. júní, að því marki sem kostur er.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?