Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Útskrift frá Sjúkraflutningaskólanum

Útskrift frá Sjúkraflutningaskólanum

Útskrift nemenda Sjúkraflutningaskólans fór fram í hátíðarsal Háskólans á Akureyri síðastliðinn föstudag þegar útskrifaðir voru 237 nemendur sem stunduðu nám við skólann 2014–2015.
Lesa meira
Sveitarfélög greiði sjúkraliðum mismunin

Sveitarfélög greiði sjúkraliðum mismunin

Félagsdómur í máli nr. 1/2015, Sjúkraliðafélagið gegn Akureyrarbæ. Sjúkraliðafélagið (SLFÍ) krafðist þess að viðurkennt yrði að starfandi sjúkraliðar á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð og á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri falli undir starfsheitið „Sjúkraliði B“ samkvæmt grein 1.3.1 í kjarasamningi aðila. Akureyrarbær krafðist sýknu.
Lesa meira
Yfirlýsing þings NFS

Yfirlýsing þings NFS

Norræna verkalýðssambandið hélt á dögunum þing sitt. Aðild að NFS eiga öll helstu heildarsamtök launafólks á Norðurlöndunum, þar á meðal BSRB og ASÍ.
Lesa meira
Kjaraviðræðum vísað til sáttasemjara

Kjaraviðræðum vísað til sáttasemjara

Samninganefnd SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna - ákvað á fundi sínum í gær að vísa viðræðum um endurnýjun kjarasamninga SFR, SLFÍ og LL við fjármálaráðherra til ríkissáttasemjara. Samningsaðilar hafa fundað síðan í mars og telja fulltrúar samninganefndar félaganna fullreynt að ná samningi á milli aðila án milligöngu ríkissáttasemjara.
Lesa meira
NFS gefur FIFA rauða spjaldið

NFS gefur FIFA rauða spjaldið

Fulltrúar NFS, Norræna verkalýðssambandsins, gáfu FIFA í dag rauða spjaldið á þingi NFS sem fer fram þessa dagana í Köge í Danmörku. Innan NFS eru öll helstu heildarsamtök launafólks á Norðurlöndunum, þar á meðal BSRB.
Lesa meira
Eru til karla- og kvennastörf?

Eru til karla- og kvennastörf?

Morgunfundur fer fram á morgun, fimmtudaginn 28. maí, þar sem stjórnendur þriggja tæknifyrirtækja segja frá því hvernig unnið er að jafnrétti í þeirra fyrirtækjum. Í lok fundar verða síðan Hvatningarverðlaun jafnréttismála afhent í annað sinn. Fundurinn er ætlaður stjórnendum og öðrum sem áhuga hafa á auknu jafnrétti í íslensku viðskiptalífi.
Lesa meira
Ávarp varaformanns BSRB á ársfundi LSR

Ávarp varaformanns BSRB á ársfundi LSR

Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins fór fram í dag þar sem m.a. koma fram að samanlagðar eignir allra deilda LSR eru 535,5 milljarðar kr. og hafa hækkað um 50,5 milljarða kr. frá árinu á undan. Árni Stefán Jónsson, varaformaður formaður BSRB og stjórnarformaður LSR flutti ávarp á fundinum þar sem hann fjallaði m.a. um góða ávöxtun eigna sjóðsins á árinu en jafnframt um vandann sem tryggingarfræðileg staða LSR stendur frammi fyrir.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?