Kosningu SFR og SLFÍ um verkföll er lokið og munu niðurstöðurnar birtast upp úr kl. 14 í dag.
Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir munu hafa víðtækar afleiðingar á þeim stofnunum sem félagsmenn SFR og SLFÍ starfa. Áætlað er að hefja allsherjarverkfall þann 15. október ef ekki semst og mun sú törn standa í ákveðna daga í október og nóvember hjá félagsmönnum SFR á öllum stofnunum, eða um 3500 manns.
Starfsfólk ákveðinna stofnana mun hins vegar leggja niður vinnu alfarið frá 15. október, en þetta er starfsfólk sýslumannsembættanna, tollstjóra, ríkisskattstjóra og Landspítala sem á aðild að SFR. SFR stéttarfélag í samstarfi við Sjúkraliðafélag íslands og Landsamband lögreglumanna í kjarasamningsviðræðunum og eru verkföll sjúkraliða skipulögð á sama tíma og SFR félaga. Sameiginlegt verkfall þessara félaga á Landspítalanum mun þýða að rúmlega 1000 manns leggja niður störf þar.