Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Góð ávöxtun LSR

Góð ávöxtun LSR

„Ávöxtun eigna LSR á árinu 2014 var mjög góð,“ segir í tilkynningu frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Þar kemur einnig fram að: „Nafnávöxtun sjóðsins var 10,1% sem svarar til 8,9% hreinnar raunávöxtunar. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar LSR síðustu fimm árin var 5,7%. Tekjur af fjárfestingarstarfsemi á árinu 2014 voru 49,5 milljarðar króna og heildareignir LSR voru 535,5 milljarðar króna í árslok 2014. Undanfarin þrjú ár hafa eignir LSR aukist um 156 milljarða króna. Það má að stærstum hluta rekja til ávöxtunar sjóðsins því á sama tíma hafa tekjur af fjárfestingum numið 150,1 milljarði króna.“
Lesa meira
Vel heppnað málþing um auðlindir

Vel heppnað málþing um auðlindir

Vel á annað hundrað manns mættu á málþing Landverndar og áhugafólks um sjálfbæra þróun um auðlindamál sem haldið var á Hótel Sögu laugardaginn 11. apríl undir yfirskriftinni Þjóðareign. Umfjöllunarefni málþingsins var nýting auðlinda Íslands, eignarhald og skipting auðlindaarðsins. Efnt var til þingsins með stuðningi ASÍ og BSRB. Fundarstjórar voru þeir Stefán Jón Hafstein og Þórarinn Eyfjörð.
Lesa meira
Krefjast afturköllunar uppsagna

Krefjast afturköllunar uppsagna

SFR stéttarfélag í almannaþjónustu mótmælir harðlega þeim aðferðum sem viðhafðar voru við uppsagnir starfsfólks á Samgöngustofu fyrir skemmstu og gerir þá skýlausu kröfu að uppsagnirnar verði dregnar til baka hið fyrsta.
Lesa meira
Málþing um auðlindir landsins

Málþing um auðlindir landsins

Málþing um auðlindir landsins, nýtingu þeirra og arðsemi verður haldið næstkomandi laugardag 11. apríl. Yfirskrift málþingsins er „Þjóðareign“. Eins og líkum lætur verður þar fjallað um hvert arðurinn og rentan af auðlindum okkar ratar og velt m.a. upp spurningum um spillingu og skilvirka auðlindastjórnun.
Lesa meira
Lokað yfir páskana

Lokað yfir páskana

Starfsfólk skrifstofu BSRB óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra páska. Skrifstofa BSRB verður lokuð frá og með skírdegi, fimmtudeginum 2. apríl. Skrifstofan mun opna að lokinni páskahátíðinni á þriðjudaginn kemur, þann 7. apríl, kl. 9:00.
Lesa meira
Kröfugerð SFR, SLFÍ og LL birt

Kröfugerð SFR, SLFÍ og LL birt

Samninganefndir SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna lögðu í dag fram sameiginlega kröfugerð félaganna í komandi kjarasamningum. Félögin þrjú eru stærstu félögin innan BSRB sem semja við ríkið og hópurinn sem samið verður fyrir telur rúmlega 5200 manns.
Lesa meira
Opinn fundur: jafnréttislög og ráðningar

Opinn fundur: jafnréttislög og ráðningar

Opinn fundur um jafnréttislög og ráðningar verður haldinn í Háskóla Íslands þann 26. mars 2015 frá kl. 12:00 til 13:00. Fundurinn fer fram í Odda í stofu 101 og þar mun Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður fjalla um álitamál við ráðningar.
Lesa meira
Alþjóðlegur dagur vatnsins

Alþjóðlegur dagur vatnsins

Alþjóðlegur dagur vatnsins er haldinn ár hvert þann 22. mars og er markmiðið að beina sjónum að vatnsskorti í heiminum og stuðla að sjálfbærum nýtingum á vatnsauðlyndum heimsins. Það eru SÞ sem halda daginn árlega til að vekja athygli á þessu mikilvæga máli.
Lesa meira
Fjölskylduvænt samfélag brýnt kjaramál

Fjölskylduvænt samfélag brýnt kjaramál

Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir í grein sinni í Fréttablaðinu í dag að fjölskylduvænt samfélag sé á meðal mikilvægustu kjaramála samtímans. Þar fjallar hún m.a. um styttingu vinnutíma, stöðu fæðingarorlofssjóðs og jafnrétti á vinunmarkaði og á heimilinum.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?