Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Nýtt starfsmat skilar 3,3% meðalhækkun launa

Nýtt starfsmat skilar 3,3% meðalhækkun launa

"Það er mikill áfangi og ánægjuefni að endurskoðun starfsmatsins sé lokið enda hefur þessi vinna staðið yfir í langan tíma. Mestu skiptir að hún skilar yfirgnæfandi meirihluta okkar félagsmanna hækkun launa en hún er að jafnaði um 3,3%," segir Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar - stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, um endurskoðun starfsmatskerfis sveitarfélaganna sem nú liggur fyrir. Breytingarnar þýða að laun fjölmargra félagsmanna aðildarfélaga BSRB sem semja við sveitarfélögin muni hækka samkvæmt endurskoðuðu starfsmatskerfi.
Lesa meira
Viðræðum frestað

Viðræðum frestað

Flest aðildarfélög BSRB hafa ákveðið í samráði við viðsemjendur sína að fresta samningaviðræðum fram í ágúst.
Lesa meira
Tillögur að nýrri vinnumarkaðsstefnu

Tillögur að nýrri vinnumarkaðsstefnu

Nefnd sem Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, skipaði í september á liðnu ári til að móta vinnumarkaðsstefnu og fjalla um skipulag vinnumarkaðsmála hefur skilað ráðherra tillögum sínum. Markmiðið er að stuðla að velferð fólks á vinnumarkaði og tryggja atvinnuþátttöku sem flestra.
Lesa meira
Virkur vinnustaður - mikilvægt þróunarverkefni

Virkur vinnustaður - mikilvægt þróunarverkefni

Haustið 2011 fór VIRK Starfsendurhæfingarsjóður af stað með Virkan vinnustað, metnaðarfullt 3ja ára þróunarverkefni um forvarnir á vinnustað og endurkomu einstaklinga til vinnu eftir veikindi eða slys. VIRK var umsjónar- og ábyrgðaraðili verkefnisins en fulltrúar frá aðilum vinnumarkaðarins sátu í stýrihópi þess. 12 fyrirtæki og stofnanir tóku þátt í verkefninu, um 30 vinnustaðir innan mismunandi starfsgreina, svo sem verslunar og þjónustu, fræðslu- og heilbrigðisstarfsemi, framleiðslustarfsemi og fiskiðnaðar.
Lesa meira
Til hamingju með daginn

Til hamingju með daginn

Fyrir einni öld staðfesti konungur lög frá Alþingi sem færðu um 12.000 íslenskum konum, sem voru 40 ára og eldri, kosningarétt. Þessum áfanga verður fagnað á margvíslegan hátt um land allt í dag.
Lesa meira
Kynjabókhald BSRB

Kynjabókhald BSRB

Kynjabókhald BSRB fyrir síðasta starfsár hefur nú verið gert opinbert. Jafnréttisnefnd BSRB hefur í samræmi við ályktun sem samþykkt var á 42. þingi bandalagsins látið taka saman kynjabókhald fyrir BSRB á hverju ári.
Lesa meira
Fögnum og gefum frí 19. júní!

Fögnum og gefum frí 19. júní!

Haldið verður upp á 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna þann 19. júní næstkomandi. Í tilefni af afmælinu hafa atvinnurekendur jafnt á almennum vinnumarkaði sem og hjá ríki og sveitarfélögum verið hvött til að gefa starfsmönnum frí frá hádegi 19. júní, að því marki sem kostur er.
Lesa meira
Ályktun BSRB um lög á verkföll

Ályktun BSRB um lög á verkföll

Stjórn BSRB hefur sent frá sér ályktun þar sem lagasetningu stjórnvalda á verkfallsaðgerðir BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er mótmælt.
Lesa meira
Stytting vinnutíma gefist vel

Stytting vinnutíma gefist vel

Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar á styttingu vinnuvikunnar hefur nú staðið yfir í þrjá mánuði og hefur gefist afar vel samkvæmt því sem Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir í viðtali við Fréttatímann. Framkvæmdastjóri BSRB á sæti í stýrihóp verkefnisins sem er ætlað að meta árangur af styttingu vinnutíma m.a. út frá gæði þjónustunnar sem veitt er og líðan starfsfólks.
Lesa meira
Sameiginlega yfirlýsing frá BSRB og ASÍ

Sameiginlega yfirlýsing frá BSRB og ASÍ

Stjórn BSRB og miðstjórn ASÍ hafa ákveðið að tilnefna ekki fulltrúa í verðlagsnefnd búvara. Undanfarin ár samtökin tilnefnt einn fulltrúa hvort til setu í nefndinni til að gæta hagsmuna neytenda. Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur skýrt fram að starf verðlagsnefndar búvara hefur verið farsælt og til hagsbóta fyrir bæði neytendur og bændur. Niðurstaða nýrrar skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er á sama veg.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?