Aðalfundur Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar samþykkti í gær ályktun þar sem ríkisstjórn Íslands er hvött til að klára þegar samninga við aðildarfélög BSRB í samræmi við hækkanir sem aðrir ríkisstarfsmenn hafa þegar fengið.
Ályktunina má finna í heild sinni hér að neðan:
Aðalfundur Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar haldinn þann 8. október 2015 skorar á ríkisstjórn Íslands að ganga nú þegar til samninga við aðildarfélög BSRB í samræmi við niðurstöður gerðardóms í málum BHM félaga og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga áður en til verkfallsaðgerða kemur.