Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Samstöðufundur við stjórnarráðið

Samstöðufundur við stjórnarráðið

Félagsmenn í SFR, SLFÍ og LL, þriggja fjölmennustu aðildarfélaga BSRB sem semja við ríkið, hafa ákveðið að safnast saman fyrir framan stjórnarráðið í fyrramálið til að afhenda forsætisráherra yfirlýsingu þess efnis að ekki sé of seint að semja við félögin áður en verkfall SFR og SLFÍ skellur á um miðja næstu viku.
Lesa meira
Elín Björg gestur Morgunvaktarinnar

Elín Björg gestur Morgunvaktarinnar

Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1 í morgun þar sem hún fór m.a. yfir þá afleiddu stöðu sem aðildarfélög BSRB hafa verið í að undanförnu. Félögin hafa boðað til verkfalls en komast ekki að samningaborðinu með samninganefnd ríkisins þar sem samninganefndin segist vera að bíða eftir útspili frá svonefndum SALEK-hóp sem skipaður er öllum aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúum stjórnvalda.
Lesa meira
Árangurslaus samningafundur SFR, SLFÍ og LL

Árangurslaus samningafundur SFR, SLFÍ og LL

Samningafundi SFR, SLFÍ og LL við samninganefnd ríkisins lauk fyrir stundu. Ljóst er að fjármálaráðherra hefur sent samninganefnd sína án samningsumboðs á fundinn. Hann var því árangurslaus og ekki var boðað til nýs fundar. Staðan í samningaviðræðum félaganna við ríkið er grafalvarleg enda skellur á verkfall hjá félagsmönnum SFR og SLFÍ sem starfa hjá ríkinu þann 15. október ef samningar nást ekki fyrir þann tíma.
Lesa meira
Lögreglan styrkir verkfallssjóði SFR og SLFÍ

Lögreglan styrkir verkfallssjóði SFR og SLFÍ

Lög­reglu­fé­lag Eyja­fjarðar ákvað á fé­lags­fundi sín­um í dag að gefa bæði Sjúkra­liðafé­lag­inu og SFR 100.000 krón­ur hvoru í verk­falls­sjóð komi til verk­falls fé­lag­anna 15. októ­ber.
Lesa meira
NFS mótmælir aðgerðum finnsku ríkisstjórnarinnar

NFS mótmælir aðgerðum finnsku ríkisstjórnarinnar

Ríkisstjórn Finnlands hefur kynnt áform um að afnema samningsrétt verkalýðshreyfingarinnar, grípa inn í gerða kjarasamninga og skerða kjör launafólks á fjölmörgum sviðum. Þessi aðgerð mun sérstaklega hafa neikvæð áhrif á láglaunafólk, konur og þá sem starfa utan dagvinnutíma og um helgar.
Lesa meira
Flúði frá Bosníu - Nú ráðherra í Svíþjóð

Flúði frá Bosníu - Nú ráðherra í Svíþjóð

Ræða hinnar sænsku Aidu Hadzialic á þingi Evrópusambands verkalýðsfélaga, ETUC, hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli. Aida er sjálf flóttamaður frá Bosníu sem flúði með fjölskyldu sinni til Svíþjóðar sem barn. Nú er hún ráðherra í sænsku ríkisstjórninni þar sem hún ber m.a. ábyrgð á menntun á framhaldsskólastigi og fullorðinsfræðslu.
Lesa meira
Atvinnuleysi í brennidepli á þingi ETUC

Atvinnuleysi í brennidepli á þingi ETUC

Mikil umræða um stöðu atvinnumála í Evrópu og atvinnuleysi ungs fólks hefur farið fram á þingi ETUC, Evrópusambands verkalýðsfélaga, sem nú stendur yfir í París. Einnig hefur verið fjallað um mikilvægi aukinna fjárfestinga til að skapa fleiri störf um leið og réttindi og kjör launafólks verði varin og þau bætt.
Lesa meira
Þing Evrópusambands verkalýðsfélaga sett

Þing Evrópusambands verkalýðsfélaga sett

Þrettánda þing Evrópusambands verkalýðsfélaga (ETUC) var sett í París í morgun og stendur það fram á föstudag. Yfirskrift þingsins er „Réttlátt samfélag – góð störf og réttindi launafólks“.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?