Samningur LL samþykktur

Kjörstjórn Landssambands lögreglumanna koma framan í dag á skrifstofu lögreglustjórans á Suðurnesjum ásamt Kristjáni B.Thorlacius hrl. til að meta niðurstöður kosninga um nýjan kjarasamning LL.

Niðurstaða kjörstjórnar er að hún staðfesti rafræna kosningu um samkomulag Landssambands lögreglumanna og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila, sem undirritað var þann 28. október s.l.

Á kjörskrá voru 672 einstaklingar og neyttu 634 atkvæðisréttar síns. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var því 94,35%.

Já sögðu 308 eða 48,58%

Nei sögðu 315 eða 49,68%

Auðir seðlar voru 11 eða 1,74%

Ljóst er því að samningurinn var ekki felldur með tilskyldum meirihluta greiddra atkvæða og verður því, m.a. með vísun til niðurstöðu Félagsdóms í máli er varðar talningu og atkvæði í kosningu um kjarasamninga, að líta svo á að samkomulagið hafi verið samþykkt.

Á vef Landssambands lögreglumanna má sjá frekari upplýsingar um málið ásamt lögfræðiáliti lögmanns LL.

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?