TFÍ semur– bæjarstarfsmenn vísa til sáttasemjara

Tollvarðafélag Íslands skrifaði í gærkvöld undir nýjan kjarasamning við ríkið. Þar með hafa öll aðildarfélög BSRB gert nýja samninga við ríkið þótt kosningum um samninganna sé víða ólokið. Öðru máli gegnir um samninga aðildarfélaga BSRB við sveitarfélögin. 

Eftir langa samningalotu á milli sameiginlegrar samninganefndar bæjarstarfsmannafélaganna innan BSRB við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga var í gær ákveðið að slíta viðræðum og vísa deilunni til ríkissáttasemjara.

Nokkur gangur var í viðræðum fyrst um sinn og nokkur bjartsýni ríkti um að farsællega tækist að klára nýja samninga. Síðdegis í gær taldi samninganefnd BSRB félaganna hins vegar að ekki yrði komist lengra með viðræðurnar miðað við þann farveg sem þær voru komnar í. Var viðræðum því slitið og þeim vísað til ríkissáttasemjara.

Nánar má lesa um viðræðuslitin á vefsvæði Kjalar og einnig hjá Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar.

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?