Lögreglan styrkir verkfallssjóði SFR og SLFÍ

Lög­reglu­fé­lag Eyja­fjarðar ákvað á fé­lags­fundi sín­um í dag að gefa bæði Sjúkra­liðafé­lag­inu og SFR 100.000 krón­ur hvoru í verk­falls­sjóð komi til verk­falls fé­lag­anna 15. októ­ber.

SFR og SLFÍ hafa ásamt Land­sam­bandi lög­reglu­manna verið í sam­floti í kjaraviðræðum við ríkið og hafa fyrrnefndu félögin boðað verkfall hafi samningar ekki tekist fyrir 15. október næstkomandi. Lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt og segir í tilkynningu frá Lögreglufélagi Eyjafjarðar að styrkurinn sé hugsaður sem stuðningur komi til verkfalls félaganna.

Fé­lags­fund­ur­inn var hald­inn á Ak­ur­eyri fyrr í dag og var vel sótt­ur af lög­reglu­mönn­um frá Eyja­fjarðarsvæðinu, sem og frá lögreglunni á Blönduósi, Sauðár­króki og Húsa­vík.




Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?