Til hamingju með daginn

Fyrir einni öld staðfesti konungur lög frá Alþingi sem færðu um 12.000 íslenskum konum, sem voru 40 ára og eldri, kosningarétt. Þessum áfanga verður fagnað á margvíslegan hátt um land allt í dag.

Margvíslegir viðburðir verða í tilefni dagsins og hefur fjöldi vinnustaða lokað eftir hádegi í dag svo að sem flestir geti tekið þátt í hátíðarhöldunum. Skrifstofa BSRB verður einmitt lokuð frá kl. 12 í dag vegna þessa.

Frekari upplýsingar um viðburði dagsins má nálgast á heimasíðu 100 ára kosningarréttar kvenna


 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?