Starf VIRK skilar miklu til baka

Starfsemi VIRK, starfsendurhæfingarsjóðs sparar ríkinu, Tryggingastofnun og lífeyrissjóðunum milljarðaútgjöld skv. skýrslu Benedikts Jóhannessonar, tryggingastærðfræðings. Framkvæmdastjóri VIRK segir matið varfærið í samtali við fréttastofu Rúv.

VIRK starfsendurhæfing hefur það að markmiði að draga úr líkum á því að fólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku. „Við höfum frá upphafi tekið á móti um 8000 einstaklingum í þjónustu og í dag eru 2400 í þjónustu hjá okkur, á fimmta þúsund hafa klárað ferlið og 72% á þeim eru annað hvort í vinnu eða í námi,“ segir Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins í samtali við Rúv.

Mat Benedikts Jóhannessonar, tryggingastærðfræðings á hagnaði af starfsemi VIRK leiddi í ljós að á árinu 2013 nam hagnaðurinn af starfseminni 9,7 milljörðum og árið 2014 nam hann 11,2 milljörðum. Ábatinn skilar sér til Tryggingastofnunar, lífeyrissjóðanna og ríkisins í formi aukinna skatttekna.

Ítarlega var fjallað um málið af fréttastofu Rúv í gær og má nálgast þá umfjöllun hér.


 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?