Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Heiður Margrét Björnsdóttir, hagfræðingur BSRB

Réttlát skipting og hagsæld allra

Heiður Margrét Björnsdóttir, hagfræðingur BSRB er með pistil undir dagskrárliðnum Uppástand á Rúv. Um er að ræða pistlaraðir þar sem unnið er út frá ákveðnu þema og er pistill Heiðar undir þemanu hagsæld. Hér má lesa pistilinn og hlusta á hann.
Lesa meira
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB

Að lifa til að vinna eða vinna til að lifa?

Formaður BSRB, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, með þarfan pistil á Vísi þar sem hún fjallar um mikilvægi þess að endurskoða ríkjandi hugmyndir um hvernig við vinnum vinnuna okkar og nauðsyn frítöku. "Nú er almenn þekking um að t.d. hvíla sig vel fyrir og eftir mikla áreynslu. Lengd kennslustunda og frí frá skóla miðar einnig að þekkingu okkar á getunni til einbeitingar. Vinnustaðamenning er hins vegar of víða enn að ýta undir að fólk örmagnist eða kulni vegna þeirrar ranghugmyndar að mestu afköstin fáist af því að fólk sé alltaf að og (ó)skipulag vinnunnar eykur álag."
Lesa meira
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB

Nýr samfélagssáttmáli

Sonja Ýr Þorbergsdóttir. formaður BSRB segir í grein á Kjarnanum tíma til kominn að gera nýjan samfélagssáttmála þar sem jöfnuður og jafn­rétti sé í fyrsta sæti og end­ur­skoða þurfi hug­myndir okkar um verð­mæta­sköp­un. Á næsta ári losni kjara­samn­ingar meiri­hluta aðild­ar­fé­laga BSRB og þær áherslur sem verða í for­gangi í aðdrag­anda kjara­samn­ings­við­ræðna séu jöfnun launa milli mark­aða, end­ur­mat á virði kvenna­stétta og að stytt­ing vinnu­vik­unnar verði fest í sessi og fram­kvæmd hennar lag­færð.
Lesa meira
Gjöld hækkuð á launafólk en ekki atvinnulífið

Gjöld hækkuð á launafólk en ekki atvinnulífið

BSRB mótmælir harðlega þeirri forgangsröðun sem endurspeglast í breytingartillögum meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um tekjuöflunarfrumvarp ríkisstjórnarinnar þar sem 7,7% hækkun gjalda á almenning er látin standa óbreytt á sama tíma og t.d. er fallið frá aukinni tekjuöflun vegna fiskeldis í sjó sem áætlað var að myndi skila 500 m.kr. í ríkissjóð á næsta ári.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?